Stjórnarliðar yrðu ekki vel liðnir til sjós

Stærsta og alvarlegasta mál, sem hefur komið til kasta Alþingis frá lýðveldisstofnun, er nú til meðferðar í þinginu, þ.e. umræða og afgreiðsla á ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.

Ömurlegt er að fylgjast með því, að hvorki ráðherrar né aðrir þingmenn stjórnarliðsins, skuli nenna að sitja þingfundi og taka þátt í umræðum um þetta örlagaríka mál.  Hafi þessir ráðherrar og þingmenn enga skoðun á málinu, ættu þeir að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því, að hlýða á málflutning þeirra þingmanna, sem nenna bæði að setja sig inn í málið og fjalla um það í þingsalnum.

Þingmönnum ber skylda til að sitja alla þingfundi, nema brýnar ástæður séu fyrir fjarveru þeirra, svo sem veikindi, eða ferðlög og fundir á vegum þingsins.  Þeir eru því að brjóta vinnuskyldur sínar með þessu skrópi frá þingfundum og ættu að fá áminningu þingforseta fyrir vanræksluna.

Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvaða stjórnarliðar, sem samþykkja næturfund, muni verða í þingsalnum í kvöld og nótt.

Steingrímur J. segist ekki myndu vilja vera með þeim þingmönnum til sjós, eða við sauðburð, sem ekki treysti sér til að vinna fram á nótt.

Ekkert er ver liðið til sjós, en leti og ómennska og þeir sjómenn, sem lægju í koju og létu aðra standa vaktirnar, yrðu reknir í land, strax í næstu inniveru. 


mbl.is Icesave-málið rætt fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband