26.11.2009 | 08:38
Skiptastjóri ætti að rifta sölunni á Högum til 1998 ehf.
Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin hlutabréfum, sem eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, konu hans og samverkamanns þeirra, Hreins Lofstssonar, seldu á yfirverði í júlí 2008. Var þetta gert í tengslum við sölu á Högum út úr Baug til nýstofnaðs félags þeirra Baugsfeðga, þ.e. félagsins 1998 ehf.
Á þeim tíma var vitað að Baugur væri gjaldþrota og því var þessi gjörningur allur gerður til þess eins, að koma eignum undan þrotabúinu og koma í veg fyrir persónulegt tap framangreindra einstaklinga. Þetta var gert í fullri samvinnu við Kaupþing/Arion og því er bæði bankinn og þessir einstaklingar samsekir um að hafa skotið eignum undan þrotabúinu, en slíkt væri látið varða við lög, ef einhverjir aðrir ættu í hlut.
Það eina, sem réttlátt væri að gera, væri að rifta öllum þessum gjörningum, setja Haga aftur inn í þrotabú Baugs og kæra síðan bankann og skötuhjúin fyrir glæpsamlegt undanskot eigna.
Til þess að kóróna þennan gjörning, er Kaupþing/Arion núna að afskrifa þrjátíumilljarðana, sem bankinn lánaði Baugsfjölskyldunni til þess að setja þetta leikrit á svið.
Það hefur verið sagt, að Jón sé ekki það sama og séra Jón.
Nú til dags má segja, að hvorki Jón né séra Jón, sé það sama og Jón Ásgeir og Jóhannes.
Vill rifta kaupum Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorgarsaga í Íslensku réttarkerfi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.11.2009 kl. 09:54
Þetta sýnir hvað fjármála- og verslunareftirlit er aumt og ónýtt á Íslandi. Engin furða að allt sé í kaldakoli og það versta er að ekkert útlit er fyrir nokkrum bata.
Jonni, 26.11.2009 kl. 11:39
ótrulegt þetta - en við svo mörg "göpum" af undrun að jarar við aðdáun eða hitt þó heldur
því sleppa svona "stórir" hlutir í gegn
Jón Snæbjörnsson, 26.11.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.