25.11.2009 | 14:54
Allir ættu að hafa hærri laun en Jóhanna
Flugmenn Landhelgisgæslunnar eru einu ríkisstarfsmennirnir, sem hafa hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra, en eins og kunnugt er, er mikilmennskubrjálæði núverandi forsætisráðherra á svo háu stigi, að hún álítur að enginn ætti að komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í launum.
Flugmenn gæslunnar leggja mikið á sig við æfingar og ýmis önnur störf, sem búa þá undir að taka þátt í erfiðum björgunaraðgerðum, enda hafa þeir bjargað mörgum mannslífum í áranna rás og oft unnið ofurmannlegar þrekraunir í slíkum björgunarleiðöngrum.
Helsta afrek núverandi forsætisráðherra er að selja þjóð sína í skuldaánauð til áratuga fyrir breska og hollenska þrælahöfðingja, til viðbótar þvílíkum skattaklafa innanlands, að heimilin munu varla standa undir þessu tvöfalda oki, án mikilla fórna og almennra erfiðleika.
Það er ansi hart að viðmiðið skuli vera það, að lélegasti opinberi starfsmaðurinn skuli vera sá, sem eigi að hafa hæstu launin.
Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef fólk mundi aðeins gera sig meiri grein fyrir því hversu hættulegar aðstæður þessir flugmenn gætu þurft að glemjast við þá mundi fólk kannski skylja þetta betur og þetta kemur mér alls ekki á óvart.
Þetta eru kannski þeir menn sem eiga þakkirnar fyrir að bjarga þínu lífi...
Daníel (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 15:04
Það er enginn að setja út á það að Flugmenn gæslunnar séu með há laun... Hvaða fólk er það sem Daníel er að tala um að þurfi að gera sér meiri grein fyrir því hversu hættulegar aðstæður þessir flugmenn gætu þurft að "glemjast" við?
Það sem um er verið að ræða er áætlun ríkisstjórnarinnar um að bankastarfsmenn, sem eru nýorðnir ríkisstarfsmenn aftur komi aftur á jörðina í launa-umræðunni og að þar sé enginn með hærri laun en forsetisráðherra. Það hefur ekkert að gera með neitt mikilmennskubrjálæði forsetisráðherra enda er hún einfaldlega að reyna að lækka launakostnað íslenska ríkissins til þess að standa undir þeim skuldum sem íslenska þjóðin stendur í. og það þarf engan snilling til að komast að þeirri niðurstöðu að þeirri skuld er ekki hægt að skella á Jóhönnu og segja að það sé bara henni að kenna.
Það er deginum ljósara að skuldir bankana hverfa ekki ef einhver annar pólitíkus tekur við. það er ekki til nein galdralausn á þessu máli og menn þurfa ða læra að standa saman til að leysa vandamálið í stað þess að detta í einhvern leikskólaleik og benda alltaf á næsta mann og kenna honum um. Ég held að það séu flestir íslendingar sammála um að bankastarfsmenn eru búnir að fá sína raunsarlegu sneið af kökunni og hafa ekkert með ofurlaun að gera lengur, þess vegna er þessi áætlun ríkisstjórnarinnar ekki bara góð heldur nauðsynleg
Kveðja
Gísli Ólafsson
Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 15:21
Bara svo það sé á hreinu þá eru það bara flugmennirnir sem hafa þessi háu laun hjá Gæslunni. Ekki allir á áhöfn á þyrlunum. Sá sem setur sig í mesta hættu við björgunaraðgerðir þ.e.a.s. sigmaðurinn er sennilega með amk. helmingi lægri laun en flugmennirnir ef ekki meira. Hann er á stýrimannstaxta með nokkurra króna áhættuþóknun. Það fer því ekki alveg heim og saman að þeir sem leggi mikið á sig við æfingar og björgunarstörf séu allir á háum launum.
Ekki ætla ég að verja öll störf ríkisstjórnarinnar en ljóst er þó að ábyrgðina á þessum risavaxna vanda þjóðarinnar þýðir ekki að skella á Jóhönnu og ríkisstjórnina því það voru ríkisstjórnir undir forsæti Davíðs og síðar Geirs sem voru hér við stjórnvölinn og stýrðu hreinlega þjóðinni á kúpuna með aðgerðaleysi. Mig grunar reyndar að sumir hafa vitað af því í nokkurn tíma í hvað stefndi og því ákveðið að yfirgefa skipið og koma sér fyrir í Svörtuloftum þaðan sem hægt var að kasta bombum um ástandið. Það kom því í hlut Geirs að vera við stjórnvölinn þegar hörmungarnar dundu yfir.
Það er því ekki öfundsvert fyrir þá sem nú eru í ríkisstjórn að reyna að rétta skútuna af þeirri slagsíðu sem er á henni. Ég hef ekki séð að sjálfstæðismenn séu með önnur úrræði. Hins vegar finnst mér, líkt og flestum öðrum, að hægt gangi að koma hlutunum af stað, en kannski gengur það bara ekki hraðar.
En ég hins vegar alveg sammála því að forsætisráðherra, hver svo sem hann er og úr hvaða flokki sem hann er, sé með hæstu laun innan ríkisgeirans. Ég held að margir séu einn í einhverskonar launavímu frá því 2007 og það er sennilega kominn tími til að koma niður á jörðina í þeim efnum. Öll rökin fyrir himinháum launum þ.e. öll ábyrgðin sem verið var að borga fólki fyrir, fauk út um gluggan á augabragði. Ofurlaunafólkið hefur ekki axlað neina ábyrgð.
Guðmundur (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 15:29
Gísli, það er misskilningur að bankamenn séu orðnir ríkisstarfsmenn. Bankarnir eru hlutafélög og starfsmenn þeirra vinna samkvæmt töxtum Sambands bankamanna. Það á þó ekki við um bankastjórana og helstu toppana, sem voru með ofurlaunin hérna áður fyrr. Nú semja stjórnir hvers banka við sína stjóra og vonandi eru þær nær jörðinni í launamálum, en gömlu bankaráðin, sem ekki voru í neinu jarðsambandi.
Guðmundur, ábyrgð stjórnmálamannanna kemur vonandi í ljós í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og teljist þeir bera mikla ábyrgð á hruninu, munu þeir væntanlega verða látnir axla þá ábyrgð sína.
Hins vegar er ekki hægt að taka undir, að forsætisráðherrann hverju sinni eigi skilyrðislaust að vera hæst launaði ríkisstarfsmaðurinn, því margir aðrir gegna merkilegri embættum, t.d. margir sérhæfðir læknar, t.d. heilaskurðlæknar og reyndar fleiri.
Þeir gætu auðveldlega valdið forsætisráðherraembættinu, en engum forsætisráðherra hingað til, hefði verið treystandi fyrir svo miklu sem botnlangaskurði.
Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2009 kl. 15:46
Þyrluflugmenn eru með eitthvað meira en gaggó-próf!
Þyrlumenn hafa ekki setið 33 ár án þess að gera rassgat.
Þyrlumenn hafa bjargað einhverju-m.
Þyrlar eru hetjur!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 15:56
Hvernig færðu út að heilaskurðlæknir gegni merkilegri embætti en forsætisráðherra?
Forsætisráðherra, sama hvort þér líkar við persónuna eða ekki, ber gríðarlega ábyrgð.
Svo þekki ég nú nokkra skurðlækna og þeir eru vissulega algjörir snillingar í því sem þeir gera, en að segja að þeir gætu allir auðveldlega valdið starfi forsætisráðherra er vægast sagt barnalegt.
Arnþór (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:22
Arnþór, það þarf enga menntun eða starfsreynslu til þess að gegna starfi forsætisráðherra.
Þeir sem hafa gegnt því hafa þó flestir eða allir verið meira menntaðir en flugfreyjan, sem gegnir starfinu núna.
Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2009 kl. 16:30
Ég er nú reyndar ekki til í að taka undir að það þurfi enga starfsreynslu til að gegna starfi forsætisráðherra.
En lykilorðið hér er ábyrgð, ekki menntun.
Arnþór (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:33
Þó það nú væri að flugmenn séu með hærri laun en flugfreyjur
Dé (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:30
Guðmundur,
"Bara svo það sé á hreinu þá eru það bara flugmennirnir sem hafa þessi háu laun hjá Gæslunni. Ekki allir á áhöfn á þyrlunum."
Hvort heldur þú að sé erfiðara nám, lengra, milljónir dýrara. Að gerast flugmaður, hvað þá réttindi á þyrlu eða sigmaðurinn? Ekki segja að hann sé með helmingi lærri laun en flugmaðurinn því það er al rangt
Daníel (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.