Vinstri stjórnin að brjóta niður velferðarkerfið

Á stjórnarárum Sjálfstæðisflokksins var stöðugt unnið að því að efla og styrkja velferðakerfið, en á stuttum valdatíma Samfylkingar og Vinstri grænna hefur skipulega verið unnið að því að skera kerfið niður við trog.

Fyrst voru skertar allar bætur aldraðra og öryrkja og nú er ráðist á fæðingarorlofsgreiðslurnar.  Ekki var þar um sérstaklega háar greiðslur að ræða, en verða nú skertar verulega, eins og fram kemur í fréttinni:

"Samkvæmt frumvarpi  félagsmálaráðherra lækka hámarksgreiðslur úr 350 þúsund krónum í 300 þúsund krónur, að sögn Ríkisútvarpsins. Foreldrar, sem hafa meira en 200 þúsund krónur í mánaðarlaun, fá 75% af tekjum sínum frá ríkinu  meðan á fæðingarorlofi stendur í stað 80%. Fæðingarorlof verður áfram níu mánuðir og skiptist á milli foreldra."

Ef vinstri mönnum þykir svona mikil nauðsyn að ráðast á fæðingarorlofskerfið, hefði verið nær að skerða eingöngu greiðslur til feðranna, því nýburarnir hafa meiri þörf fyrir móðurina fyrstu mánuðina, heldur en feðurna.

Búið var að boða skerðingu á barna- og vaxtabótum, en á síðustu stundu fundu stjórnarflokkarnir upp nýjan eigarskatt, sem réttlættur var með því að hann yrði látinn renna óskertur til að halda þessum bótum óskertum.

Viljann vantar hinsvegar greinilega ekki til að brjóta niður það velferðarkerfi, sem búið var að byggja upp á meðan þjóðin bjó við almennilega ríkisstjórn.


mbl.is Ætla að skerða greiðslur í fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Nú er hámarkið lækkað í 300 þúsund á mánuði. Hvað voru þær margar milljónirnar sem andlit íslenskrar siðblindu, Bjarni Ármannsson, fékk á mánuði, þegar hann lagði Fæðingarorlofssjóð á hliðina um árið?

Þetta er mjög dapurt. Á sama tíma eru þúsund milljónir lagðar í aðildarumsókn að Evrópusambandinu, sem var illa undirbúin, knúin fram með pólitísku ofbeldi og alls ekki tímabær.

Haraldur Hansson, 24.11.2009 kl. 22:33

2 identicon

Sammála. Forgangsröð vinstri ríkisstjórnarinnar er fáránleg.  Troða einhverri ESB umsókn upp á okkur með ærnum tilkostnaði þegar það vill ekki nokkur íslendingur sjá það að fara þarna inn og hirða til þess peninga frá barnafólki og öldruðum.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 00:30

3 identicon

Þetta þykir mér svo heimskulega skrifað að ég hreinlega á ekki orð.

Tókstu ekki eftir því þarna um árið þegar GJÖRVALLUR HELVÍTIS EFNAHAGURINN HRUNDI?!

Ég ætla ekki að segja meira við þessum slefandi fávitaskap. Og já, ég veit að þú tekur þessi skilaboð út því þetta er víst einhvern veginn "meiðyrði", þegar menn benda öðrum mönnum á heiladauðu þvæluna sem þeir geta gubbað út úr sér.

Andskotans vitleysa.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi Hrafn, þessum skilaboðum þínum verðu ekki eytt, því þau lýsa auðvitað engum, nema sjálfum þér. 

Menn sem notast eingöngu við persónulegt skítkast, en sleppa algerlega að ræða um sjálft málefnið, eru aldrei teknir alvarlega.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2009 kl. 08:16

5 identicon

Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja þegar ég les menn gagnrýna þessa stjórn fyrir að skera niður eftir Sjálfstæðisflokkinn, eins og það sé eitthvað val núna.

Jæja, það er ágætt. Þakka þér fyrir vægast sagt óvenjulega mikið umburðarlyndi gagnvart hinu líka stóralvarlega íslenska vandamáli, skítkasti og öðrum níð.

Persónulega finnst mér alltof lítið um skítkast og mannorðsmorð á Íslandi, enda yfirleitt ritskoðað. Þú átt hrós skilið fyrir að stunda það ekki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 08:24

6 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll Axel

Ég er hjartanlega sammála þér og er pistillinn ágætur. Það getur verið að Helgi Hrafn sé pirraður vegna þess að ein helsta grýla vinstri manna er hætt að virka á fólk, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn?

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 25.11.2009 kl. 08:42

7 identicon

Helgi Hrafn hefur mjög mikið til síns máls þó hann hafi nú kosið að koma því frekar hastarlega frá sér. 

Það sem hann á við er auðvita að Vinstri stjórnin stendur í þessum skattahækkunum vegna þess að íslenska þjóðin stendur á gjaldþrotabúninni eftir valdastjórn Sjálstæðismanna.  Ef ekki er tekið til þessara ráða stödnum við einfaldlega frammi fyrir þjóðargjaldþroti.  Og hver sá sem kýs að kenna vinstri grænum um það eru hreinlega fávísir... svo einfalt er það.  

Það er hins vegar lítið hægt að segja við vali vinstri stjórnar að fara í umsóknarferli fyrir ESB, vissulega gera þeir það ekki vegna þess að þeir vilja eyða peningum.  Það er gert vegna þess að það er talið vera íslensku þjóðinni til framdráttar.  

Sömu rökum beitti sjálfstæðisflokkurinn þegar hann einkavæddi bankana, svo þið getið lítið gagnrýnt þessar hugmyndir samfylkingar og vinstri grænna.  

Ég mun seint skilja af hverju fólk heldur alltaf það versta um fólk fyrst.  " Hún er að gera þetta til að eyðileggja allt fyrir okkur!!!"  Haldið þið í alvörunni að einhver sem stendur á þingi sé þar til að eyðileggja fyrir íslensku þjóðinni.  Við kusum þetta fólk og við skulum treysta því til þess að vinna sína vinnu. Sem í dag er að koma íslandi úr þessu skuldaflóði og koma okkur aftur á byrjunarreit.   Auðvita er uppbyggileg gagnrýni nauðsynleg en come on... hvar liggur línan?

Kveðja

Gísli Ólafsson

Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, þetta er orðin svo þreytt tugga, að hrunið sé Sjálfstæðisflokknum að kennna, að maður er nánast hættur að nenna að svara svona sögufölsun.  Sjálfstæðisflokkurinn kom ekkert nálægt kreppunni í Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi eða öðrum löndum.  Bankakreppan byrjaði í Bandaríkjunum og breiddist þaðan út um heiminn, enda allt fjármálakerfið samtvinnað, en hins vegar gengu íslensku banka- og útrásargarkarnir miklu lengra í ruglinu, en kollegar þeirra annarsstaðar og því var ekki við neitt ráðið, þegar íslensku bankarnir féllu.  Það eru nú ekki neinar smáupphæðir, sem ríkissjóðir flestra ríkja eru búnir að dæla í sín bankakerfi, til þess að halda þeim á lífi, þó ekki hafi öllum bönkum verið bjargað.  Margir tugir banka hafa farið á hausinn, bæði austan hafs og vestan. 

Umræðan í öðrum löndum er á miklu vitrænna plani en hérlendis og hvergi í heiminum, nema hér, er stjórnmálamönnum kennt um hvernig þetta fór allt saman.

Auðvitað fer enginn inn á þing, til þess að eyðileggja viljandi fyrir íslensku þjóðinni, en hinsvegar gera þeir það sumir með röngum ákvörðunum og það er nokkuð sem einkennir núverandi ríkisstjórn.

Það hefði mátt forðast þessar brjálæðislegu skattahækkanir núna, með því að taka tillögu Sjálfstæðismanna um að skattleggja séreignarlífeyrissparnaðinn við inngreiðslu í sjóðina.  Það hefði skilað meiri tekjum í ríkissjóð á næsta ári, en allt skattahækkanabrjálæðið samanlagt.

Auðvitað var þetta fólk kosið og fékk því miður meirihluta á þingi og myndaði ríkisstjórn. 

Stór hluti þjóðarinnar treystir þessu fólki bara alls ekki til að leiða þjóðina út úr þeim vandræðum, sem hún er í.

Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband