24.11.2009 | 08:27
Ríkisstjórn sem má treysta
Það sannast hvað eftir annað, að ríkisstjórnarnefnu vinstri manna má treysta í skattamálunum. Vitað var fyrirfram, að skattagleði og skattahugmyndaflug þeirra væri mikið, enda er ekkert svo smátt í sniðum í þjóðfélaginu, að ekki megi skattleggja það og það sem skattlagt var áður, verður að sjálfsögðu skattlagt ennþá meira.
Þó vitað væri að skattagleðin væri mikil, hefur hún nú orðið að hreinu skattabrjálæði og nýjasta flugan, sem fjármálajarðfræðingurinn hefur fengið í höfuðið, er að skattleggja heita vatnið, sem lýðurinn lætur sér detta í hug að ylja sér við í vetrarkuldunum.
Réttlætingin kemur fram í fréttinni á þennan veg: "Steingrímur sagði að í fjármálaráðuneytinu væri núna verið að skoða skattlagningu á hitaveitur. Verð á heitu vatni væri mismunandi á milli hitaveitna, en almennt væri verðlagning á heitu vatni lág."
Ef einhversstaðar finnst lágt verðlag, þá finnst þessum köppum sjálfsagt að hækka það með skattlagningu. Til hvers að hafa eitthvað ódýrt, ef hægt er að hafa það dýrt?
Næst er að skattleggja kalda vatnið og súrefnið sem lýðurinn andar ótæpilega að sér.
Nýtt gjald á heitt vatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, já, kaldavatnið verður örugglega skattlagt. Það er gert í hinum Norrænum "velferðarlödnunum" og hví ekki að gera það hér á landi líka til að vera eins og þau.
Meira að segja ESB skattleggur kaldavatnið líka og við verðum að vera eins og ESB svo við "venjumst" ESB-hagkerfinu.
Reyndar er heitt og kalt vatn skattlagt á allt öðrum forsendum í þessum löndum heldur en hér á landi. Í þessum löndum er það gert vegna skorts á þessum gæðum og því þarf að skattlegja vatnið þar til að fólk noti minna af því. Hér er vatnið hinsvegar skattlagt vegna græðgi og illsku stjórnvalda.
Munið að vinstrimennska er hugmyndafræði öfundar, illsku og haturs.
Pétur J. Friðriksson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 09:39
Kalda vatnið er auðvitað óþarflega ódýrt. Svandísi SamningsSvavarsdóttur er í lófa lagið að leggja sérstakan umhverfisskatt á kalda vatnið. Það er gert í öðrum löndum og nú er kominn tími til að Íslendingar axli ábyrgð eins og aðrar þjóðir en sitji ekki eins og súkkulaðikleinur og njóta þess sem gæfan hefur gefið okkur.
Örvar Már Marteinsson, 24.11.2009 kl. 10:09
þetta er ótrúlegt, og allt á heimilin eins og fyrri daginn hjá Steingrími J Sigfússyni, ég held að hann ætti að fara að koma sér í sveitina sína og halla sér. Hann veit greinilega ekkert hvað er hann er að gera eða segja...og hvernig sem hann og Jóhanna fara að þá eru þau að sníða þetta fyrir ESB og þora ekki að segja þjóðinni það greinilega.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.11.2009 kl. 10:10
Það að hafa frekar ódýrt heitt og kalt vatn, hefur verið svona eins og sárabót fyrir kuldann og myrkrið og það hve einangruð við eru hér í miðju atlandshafi. Svo er það nú þannig að flest allt er dýrara hér og launin í mörgum tilfellum mun lægri en á norðurlöndunum. Heimilin ættu t.d. auðveldara með að borga hærra verð fyrir vatnið ef ríkið borgaði tannlækningar og réttingar fyrir börn eins og gert er allavega á sumum norðurlöndunum. Þetta með heinaloftið má helst ekki nefna því að þá verður settur nefskattur á alla lögaðila í landinu, samt spurning hvort dánarbú sleppa, þeir sem erfa það draga jú enn andann þegar arfurinn er greiddur út.
merkúr (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.