Furðufregn frá Arion um tilboð 1998 ehf.

Arion banki hefur gefið út þá yfirlýsingu, að bankinn hafi tekið við tilboði í 1998 ehf. frá Baugsfeðgum og einhverjum óþekktum samverkamönnum og sé það í anda reglna frá Alþingi um meðhöndlun þrotabúa.  Einnig kemur fram, að engar skuldir verði afskrifaðar vegna 1998 ehf. og veður það að teljast með miklum ólíkindum.

Í ljósi þess, að bankinn segir að ekkert verði afskrifað, verður þessi klausa í tilkynningunni óskiljanleg:  "Í tilkynningu segist bankinn þurfa að taka sér tíma til að meta tilboðið og bera saman við aðra kosti í stöðunni þar sem málið sé flókið. Það sé í samræmi við þá meginreglu bankans að leita lausna á skuldavanda fyrirtækja með eigendum og stjórnendum. Niðurstöðu varðandi tilboðið sé að vænta um miðjan janúar."

Hvernig getur bankinn verið búinn að taka við tilboði, sem er svo flókið, að það taki a.m.k. tvo mánuði að meta það?  Annaðhvort er bankinn búinn að taka afstöðu, eða ekki.  Þarna er á ferðinni einhver blekkingarleikur af hálfu bankans og Baugsfeðga, eins og þeirra er von og vísa.

Sagt hefur verið að skuldir Haga og 1998 séu samtals um sjötíu milljarðar króna og jafnvel þó þær væru ekki "nema" fimmtíumilljarðar er útilokað að Hagar geti staðið undir þeim, jafnvel þó lánið sem bankinn mun veita þeim væri til hundrað ára.  Fram hefur komið að Hagar eigi að greiða niður skuldir beggja félaganna og væntanlega arð til eigendanna að auki.

Nú þurfa fjölmiðlamenn að vakna af sínum djúpa svefni og fá fram raunverulegar og réttar upplýsingar um þetta mál. 

Á ekki allt að vera gagnsætt og opið og allar upplýsingar uppi á borðum?

 


mbl.is Arion fær tilboð um 1998
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að í alvöru ætli bankinn ekki ætlist ekki til að 70 milljarðar verði greiddir upp. Heldur velt í stöðugum lána fyrirgreiðslum.  5% vaxtaskattur verður því ekki nema um 10.000 kr á sérhvern Íslending, eða 25 þúsund á viðskiptavin miðað 40% yfirráð á markaði, á ársgrundvelli. Hagar vaxtaskatta þá í þágu Aríon 4 manna fjölskyldu um 100 þús á ári.

Í ljósi afleiðinga og illt er að kenna gömlum hundi að sitja og engin ætti að hafa meiri hlutdeild en eitt prósent í samkeppni markaði á síðast stigi til neytenda.   Er það óheyranlegt að stjórnvöld ætli ekki að breyta lögum þannig að rekstragrundvelli slíkra forma sé útrýmt.

Þetta er nánast sönnun þess að Arion viti að um ekkert slíkt sé að ræða.

Júlíus Björnsson, 23.11.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Benedikta E

Bankastjórinn í Arion er í beinu sambandi inn í Samfylkinguna meira að segja tví tengdur - mágur þeirra Össurar og Ingibjargar Sólrúnar.

Benedikta E, 24.11.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband