Hörmulegur atburður

Þær fregnir berast nú, að Íslendingurinn, sem saknað hefur verið í Noregi, hafi nú fundist látinn.  Ættingjum hins látna er vottuð samúð vegna þessa hörmulega atburðar.

Þrátt fyrir að rútufyrirtækið segi, að farið hafi verið eftir settum reglum í málinu, verður að gagnrýna það, að maðurinn skyldi hafa verið skilinn eftir á lokaðri bensínstöð í smáþorpi um miðja nótt, þar sem allt var lokað og nánast örugglega ekki leigubíl að hafa, né aðra þjónustu.

Við slíkar aðstæður, hefði mátt ætla að bílstjórinn hefði haft samband við lögreglu með fyrirvara, þannig að hún hefði verið komin á staðinn áður en rútan kom og hefði getað tekið manninn í sína vörslu til morguns, eða þegar möguleiki hefði verið fyrir hann að komast klakklaust heim til sín.

Auðvelt er að vera vitur eftirá, en vonandi verður þetta hörmulega atvik til þess, að menn læri af því og svona nokkuð endurtaki sig ekki.


mbl.is Íslendingur fannst látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að hugsa það sama. Í stað þess að skilja hann eftir ,,einhvers staðar" þá hefði, sem dæmi, verið hægt að skilja hann eftir á vaktaðri bensínstöð þar sem hann gæti svo beðið eftir lögreglu. Þar hefði hann getað fengið drykk og mat á meðan.

Elvar (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 13:57

2 identicon

Þetta er hörmulegur atburður og hrikalegt að hugsa til þess að maðurinn hafi verið skilinn eftir langt að heiman svo að hann sá sér enga aðra leið færa til þess að komast heim en að ganga.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: corvus corax

Ef bílstjóri rútunnar hefur farið eftir settum reglum og þar að auki ekki ekið aftur af stað fyrr en lögreglan leyfði honum það er vandséð hvernig hægt er að varpa ábyrgð á manninum á bílstjórann. Hér er um að ræða fullorðinn mann sem ástæða hefur þótt til að vísa úr rútunni hver sem sú ástæða hefur verið. Fólki er yfirleitt ekki vísað úr almenningsfarartækjum að ástæðulausu. Hins vegar er hörmulegt að maðurinn skyldi ekki finnast áður en hann fór sér að voða.

corvus corax, 23.11.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var í sjálfu sér ekki verið að varpa ábyrgð á rútubílstjórann á hvernig fór, heldur var einmitt verið að benda á, að reglur rútufyrirtækisins og þessi framkvæmd þeirra, væri ófullkomin.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2009 kl. 16:35

5 Smámynd: corvus corax

Ósammála! Sem rútubílstjóri í mörg ár finnst mér þessar reglur þarna í Noregi bara ágætar. Það er ekki hlutverk rútufyrirtækja eða bílstjóra þeirra að stunda einhver barnfóstrustörf vegna farþeganna. Oftast er hamrað á bílstjórunum að halda áætlun og sinna sínu starfi vel án óþarfa tafa og flestir hljóta að standa undir þeim kröfum. Þegar þarf að vísa farþegum út úr rútum eða öðrum almenningsfarartækjum hlýtur skyldu viðkomandi fyrirtækis gagnvart farþeganum að ljúka þar. Þeir sem vísað er út hljóta að vera á eigin ábyrgð eða annarra stofnana eða yfirvalda eftir atvikum. Spurning hvort undantekning sé ef um er að ræða börn.

corvus corax, 23.11.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Væri þá réttlætanlegt að henda dauðadrukknum farþega út úr rútu, um miðja nótt, t.d. á Möðrudal, láta nægja að tilkynna það til lögreglunnar, líklega á Egilsstöðum, og halda síðan sína leið til þess að halda áætlun.

Rútubílstjórar eru engar barnfóstrur fyrir farþegana, en bera þó ákveðna ábyrgð á að koma þeim í áfangastað.  Auðvitað getur verið réttlætanlegt, að vísa þeim út úr bílnum, t.d. vegna ölvunar, en varla réttlætanlegt að henda þeim bara út á Guð og gaddinn og teljast þar með laus undan allri ábyrgð á viðkomandi.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: corvus corax

Að setja mann út í Möðrudal er ekki sambærilegt við þetta hörmulega atvik í Noregi. Maðurinn var settur út í þéttbýli, bílstjórinn lét lögregluna vita og hélt ekki áfram för sinni fyrr en lögreglan leyfði honum það. Hins vegar er umhugsunarvert af hverju lögreglan fann ekki manninn fyrst svo margir bílstjórar höfðu séð hann á gangi meðfram vegi. Kannski er þetta spurning um ábyrgð lögreglunnar þegar hún gaf rútubílstjóranum leyfi til að halda áfram. Felst ekki í því leyfi að lögreglan hefur tekið málið að sér og bílstjóri rútunnar hafi þar með verið laus allra mála? Hver svo sem aðdragandinn var endaði þessi saga á sorglegan hátt og er enn eitt dæmið um hrikalegar afleiðingar áfengisneyslu. 

corvus corax, 23.11.2009 kl. 17:31

8 identicon

Já þó að reglurnar séu þannig að þá er líka eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi. Slétt sama þó maðurinn hafi verið fullorðinn. Auðvitað hefði verið eina rétta leiðin sú að hringja á lögregluna og láta hana koma á móts við rútuna og hirða manninn ef hann hefur verið til svona mikilla ama. Það tekur nú enga órastund að stöða rútuna og láta lögregluna fjarlægja manninn. Þá væri maðurinn í versta falli pínu þunnur núna. Heimfærum þetta yfir á sjóinn, því ég er sjómaður og að mennta mig sem skipstjóri. Og segjum að ég væri skipstjóri á áætlunarskipi. Og þú rútubílstjóri (covus corax) myndir vera haugfullur og vera með læti. Á ég þá ekki bara að smella þér í flotgalla og henda þér í sjóinn og hringja svo í lögguna og gefa upp hnitin á þér.???????? NEI! ég myndi beita heilbrigðri skynsemi. Og kalla á aðstoð og biðja þá um að koma á móts við mig og hirða þig. Mér sem skipstjórnarmanni ber skylda til þess að koma skipi og áhöfn heilu í land! Það eru lög. Og ég trúi því ekki að rútubílstjórar séu undanþegnir í þeim efnum að þeir þurfi ekki að koma sínum kúnnum á áfgangastað hver svo sem hann er. Ef þið eruð undanþegnir því þá kalla ég eftir reglugerðarbreytingum á því. Ekki vil ég láta droppa mér út einhverstaðar upp á heiði, frekar myndi ég vilja vera tekinn með valdi af lögreglu og komið fyrir á viðunnandi stað.

Reglur eru til að fara eftir þeim, en þær skal einnig hafa til viðmiðunar! Notum heilbrigða skynsemi !!!!

Takk fyrir. 

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:33

9 identicon

Þetta mál er ein stór mistök og dýr mistök, þau kostuðu líf. Því miður eru oft ekki gerðar breytingar fyrr en alltof seint. Ég vona svo innilega að reglum verði breytt og samgöngufyrirtæki verði sett skilyrði að þau mega ekki vísa út fólki fyrr en viðurkenndur aðili tekur við þeim!

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:37

10 identicon

Að skilja drukkinn mann eftir í norsku landsbyggðarþorpi um miðja nótt er einmitt sambærilegt við að skilja hann eftir í Möðrudal um miðja nótt.

Ég hef búið í Noregi og veit að þegar komið er hæfilega langt frá Ósló er allt lokað og steindautt eftir miðnætti.

Þarna hafa bæði langferðabílstjórinn og lögreglan brugðist hörmulega.

Í norskum fjölmiðlum er sagt að lögreglan hafi verið stödd í hálftíma akstursleið frá staðnum, þegar hún fékk tilkynninguna. En hvergi hefur komið fram hver raunverulegur viðbragðstími lögreglunnar var. Var hún komin á staðinn hálftíma seinna eða kannski klukkutíma seinna eða jafnvel enn seinna?.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 18:38

11 identicon

Þetta er eiginlega ekki rétt það er ekki hægt að líkja þessu við Möðrudal svo afskekt er það ekki.  Þetta er þéttbýlt en hann hefur álpast þarna ofan í vatnið vesalings maðurinn.

Annars er það spurning hvort hleypa á ölvuðu fólki í rútur annars er þetta ömurlegt það er samt ekkert kalt var um 5-6 gráður þanning að homum var ekki kastað út í snjóinn. Bílstjórinn þarf að sinna sinni áætlun og lögreglan er fámönnuð og er væntanlega ekki að príoritera þetta.  Væntanlega er bílstjórinn og lögrelan með slæma samvisku út af þessu. 

Gunnr (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:01

12 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt hvað fólk getur gert sig að miklum fíflum eins og Birkir sem skrifar athugasemd um að kasta manni í sjóinn. Er ekki alveg eins hægt að taka dæmi um geimfara sem hent er út á leiðinni til tunglisins. Hvílíkt fífl!

corvus corax, 24.11.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband