Harkan vex í undirheimunum

Harkan í undirheimunum vex stöðugt og nú virðist aðeins vera tímaspursmál, hvenær til skotbardaga kemur á götum borgarinnar á milli glæpahópa, eða glæpamanna og lögreglu.  Nú eru grímuklæddir og vopnaðir menn farnir að banka uppá hjá fólki á nóttunni og skjóta á það sem fyrir verður og í dæmi árásarinnar í Seljahverfi virðist tilviljun ein hafa ráðið því, að húsráðandinn yrði ekki fyrir skotum.

Einnig berast þær fregnir frá Selfossi, að þar hafi verið gengið í skrokk á manni, sem glæpagengi taldi að sagt hefði til sín vegna fjölda afbrota á Suðurlandi.  Tengt sama máli er handtaka manns í Þorlákshöfn, sem var að leita að manni til að misþyrma, en sá hafði borið vitni gegn sunnlensku glæpaklíkunni, sem reyndar er af erlendu bergi brotin og nýkomin til landsins.

Þessi aukna harka í undirheimunum kemur einnig fram í framgöngu íslenskrar mótorhjólaklíku, sem á sér þann draum æðstan, að verða fullgildur meðlimur Hells Angels, sem eru skipulögð glæpasamtök, með mikil ítök og yfirráð í fíkniefnamarkaði, t.d. á norðurlöndunum. 

Skotbardagar á götum úti eru orðnir nánast daglegt brauð í Kaupmannahöfn, sérstaklega á Norðurbrú, þó þeir teygji anga sína í fleiri hverfi borgarinnar og raunar landsbyggðarinnar.

Verði ekki gripið til ennþá harkalegri aðgerða gegn þessum vágesti, gæti ástandið fljótlega orðið svipað í Reykjavík og það er í Kaupmannahöfn.


mbl.is Barði að dyrum og hóf skothríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glaepir allskonar eru miklu algengari á Íslandi en their voru fyrir 20 árum....af hverju aetli thad sé?  Haegt er ad raena fólk án thess ad beita líkamlegu ofbeldi.  Mér dettur t.d. kvótakerfid í hug.

Undrandi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg sama um hvað er fjallað, þér dettur aldrei annað en kvótakerfið í hug, fyrir utan ný og ný bjánaleg nöfn í undirskriftina.

Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Er einhver að leggja þig í einelti Axel?

Annars tengist þessi árás undirheimabaráttu þinni voðalega lítið, þér væri kannski stætt á að vita hvað þú talar um.

Tölfræðin er einföld, ofbeldi hefur EKKI aukist á Íslandi, kannski hefur eðli þess breyst þannig að það er búið að færast í úthverfin eða orðið meira í uppgjörum milli glæpamanna en á móti kemur að miðbær Reykjavíkur er orðin afa friðsamur á okkar tímum og alvarlegum líkamsáráum hefur þar fækkað. Sem er annað en það var þegar bæði ég og þú vorum 18, þegar slagsmál mátti sjá á hverju horni og þóttu ekki tiltökumál. Það á við á stríðsárunum og líka um 1990 þegar ég var unglngur, þá var slegist á göunum, nú er afar lítið af því.

En aftur að fréttinni, þetta mál hefur ekkert með undurheimana að gera því get ég lofað þér, nema árásarfólkið er eflaust í neyslu, og þá mjög líklega læknadópi sem læknarnir mínir og þínir hafa skrifað uppá, ekki englarnir eða einhverjir vondir dópsalar.

Einhver Ágúst, 16.11.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, það var ekkert minnst á að ofbeldi hefði aukist á Íslandi, heldur að harkan færi vaxandi.  Það er alveg rétt, að hérna áður fyrr slógust menn fullir á götuhornum, þá yfirleitt einn á móti einum og ekki var mikið um að sparkað væri eða traðkað á höfði liggjandi manns.  Yfirleitt fóru menn án verulegra meiðsla frá slíkum slagsmálum.  Nú til dags virðist það hins vegar oft tíðkast, að einn maður verði fyrir árás margra og eftir slíkar árásir liggji fórnarlambið eftir í blóði sínu, jafnvel stórslasað.

Hvað varðar gengið, sem um er rætt í blogginu, er það staðreynd, að hér er um að ræða hóp fólks, sem virðist hafa komið gagngert til Íslands til þess að fremja innbrot og þjófnaði og eftir að upp komst, virðist eiga að ganga þannig frá vitnunum, að þau þori ekki að standa við framburð sinn.  Þetta getur ekki kallast annað en skipulögð glæpastarfsemi, hvort sem gerendur eru háðir eiturlyfjum, eða ekki.  Í þessu dæmi er þó tæpast um læknadóp að ræða, þar sem varla er líklegt, að læknar fari að dæla sterkum lyfjum í útlendinga, um leið og þeir koma til landsins, jafnvel þó kreppan sé slæm.

Ekki er alveg ljóst, hvað þú kallar undirheima, en flestir aðrir kalla það undirheima, þar sem starfað er utan við lög og rétt þjóðfélagsins.

Hvað sem öðru líður, stendur sú fullyrðing óhögguð, að harkan færist í vöxt í heimi glæpanna á Íslandi, hvað svo sem þú kallar þann heim.

Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Einhver Ágúst

já vissulega er aukin harka í undirheimunum en sem betur fer er nú lítið um að fólk þeim óviðkomandi verði fyrir því einsog þessi tvö dæmi reyndar sanna að gerist en sem betur fer sjaldann.

Ég var bara að benda á að í þessu dæmi var ekki um undirheimastríð að ræða heldur árás á heimili, ég vildi bara benda á það þarsem að það mátti skilja á máli þínu að að málsaðilar væru undirheimafólk og þarsem búið er að birta myndir af húsinu og þar af leiðandi hálf nafngreina aðila er vissara að fara varlega í að dæma.

Hvað ég kalla þann heim hefur afar lítið með málið að gera, glæpir eru glæpir og glæpamenn glæpamenn.

Góða nótt Axel og hafðu það gott, svo það sé tekið fram þá sé ég og virði þínar hvatir fyrir að blogga, og sé að þú hefur áhyggjur af samfélaginu okkar og að þér er ekki sama, gangi okkur sem allra best.

Einhver Ágúst, 16.11.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband