Útrásar- og Nígeríusvindlarar

Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, lýsir ákveðinni tegund peningasvika á eftirfarandi hátt:  „Þeir setja þá í umslag úr álpappír og sprauta „töfravökva“ í það, setja það í frysti og taka svo eftir einhvern tíma út. Þá eru þeir orðnir að peningaseðlum,“ segir Guðmundur. Er þessari sýningu ætlað að sannfæra mögulega kaupendur. Þarna mun þó ekki vera á ferðinni svarti galdur eða efnafræðiundur heldur er einfaldlega annað umslag í frystinum, fullt af peningum."

Við fyrstu sýn, virðist Guðmundur vera að lýsa vinnubrögðum íslenskra banka- og útrásarsvindlara, en mun vera að lýsa einu afbrigði af svokölluðu Nígeríusvindli.

Nígeríusvindlararnir munu stundum hafa haft milljónir króna út úr fórnarlömbum sínum.

Banka- og útrásarsvindlararnir höfðu þúsundir milljarða út úr sínum fórnarlömbum.

Ekki er vitað hvernig Nígeríusvindlurunum helst á sínum feng, en hinum hefur haldist afar illa á sínum. 

Margir þeirra njóta ennþá vinsælda og virðingar meðal landsmanna og spila á það traust við áframhaldand þeirrar iðju, sem svo vel hefur gengið undanfarin ár.


mbl.is Með Nígeríusvindl á prjónunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband