Víti til að varast

Vandamál Dana vegna vopnaðra átaka milli glæpagengja þar í landi, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Íslendinga.  Hérlendis eru erlendar glæpaklíkur þegar byrjaðar að hreiðra um sig og fyrsti vísirinn að klúbbi Hells Angels hefur litið dagsins ljós og styttist í að hann verði fullgildur klúbbur, með þeim glæpaverkum, sem því fylgja.

Þegar Hells Angels hafa náð að fóta sig hérlendis, mun verða stutt í að til átaka muni koma við aðra glæpahópa um yfirráð fíkniefnamarkaðarins og fleiri kima undirheimanna.

Stjórnvöld verða að grípa í taumana strax og banna starfsemi Hells Angels og annarra skipulagðra og þekktra glæpahópa, ásamt því að beita erlenda glæpahópa hörðu, strax frá byrjun og koma þannig í vex fyrir vöxt þeirra og viðgang hér á landi.

Lögreglunni hefur orðið nokkuð ágengt í þessu efni, en betur má ef duga skal.

Þar sem fangelsin eru yfirfull þarf að vísa þessum glæpalýð beint úr landi, eftir að sök sannast og herða allt eftirlit með að hann komist ekki til baka.

Erfiðara verður að fást við þessar klíkur, eftir að þær byrja að skjóta hverjar á aðra, að ekki sé minnst á saklausa vegfarendur, sem verða svo óheppnir að lenda í skotlínunni.


mbl.is Dönsk stjórnvöld leita ráða hjá þeim bandarísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband