Hafa ekki efni á að taka á glæpum

Eini ráðherrann, sem stendur undir nafni nú um stundir, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, lýsti áhyggjum sínum á Alþingi í dag, yfir stöðu dómsmála í landinu, en ákærum til dómstóla frá ríkissaksóknara hefur fjölgað um 80% á síðustu tveim árum og brátt fara að bætast við mál frá Sérstökum saksóknara.

Á undanförnum misserum hefur æ meira borið á erlendum glæpagengjum, sífellt stærri dópsmygl hafa verið upplýst og nú dreymir íslenska smákrimma um að komast í alvöruglæpahóp Hells Angels.   Fangelsin eru yfirfull og um 250 sakfelldir menn og konur þurfa að bíða mánuðum og árum saman, eftir því að vera látin afplána fangelsisrefsingar sínar.  Margir síbrotamenn ganga því lausir og stunda iðju sína óáreittir vegna plássleysis í fangelsunum.

Í þessu ljósi, verður það að teljast til tíðinda, að örla skuli á eftirákveiktri skynsemisglætu hjá stjórnarþingmönnum, en í fréttinni kemur fram:  " Í umræðunni sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. að það kunni að hafa verið mistök að gera hagræðingarkröfu til lögreglu, dómstóla og fangelsismála."

Orðanotkun þingmannsinns er auðvitað ekki gáfuleg, þar sem hagræðingarkrafa er alls ekki það sama og fjársvelti dóms- og lögregluembættanna landsins.

Eftir sem áður ber að þakka, að þarna virðist örla á skilningi á málinu, en það er ekki hægt að segja um mörg mál, sem ríkisstjórnarflokkarnir eru með til meðferðar þessar vikurnar.


mbl.is Verður að leysa vanda dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband