29.10.2009 | 19:51
Foreldrarnir borgi barnalánin
Foreldrar tíu barna tóku lán hjá Glitni í nafni barna sinna, til að kaupa stofnfjárbréf í Byr, sparisjóði, á árinu 2007. Foreldrarnir sóttu um lánin og komu fram í þeirra nafni í öllu lánaferlinu, þó stofnfjárbréfin hafi síðan verið skráð á nöfn barnann, enda höfðu þau forkaupsrétt að bréfunum, en að sjálfsögðu var ásetningur foreldranna að strórgræða á öllu saman.
Nú þegar verðmæti stofnfjárbréfa Byrs hefur hrunið ætla foreldrarnir að kæra bankann fyrir að lána blessuðum óvitunum peninga í brask og þykjast væntanlega hvergi hafa nærri komið. Öll framganga foreldranna í málinu er gjörsamlega óskiljanleg, bæði að taka lánin í nafni barnanna og ekki síður, að ætla svo að kæra bankann fyrir að veita þau. Reyndar er líka óskiljanlegt, að bankanum skuli hafa dottið í hug, að veita lánin út á nöfn krakkanna.
Foreldrunum til bjargar í þessu máli, er að bankinn gætti þess ekki, að til að börnin hefðu mátt taka lánin, hefði þurft uppáskrift sýslumanns, en það hafði bankanum yfirsést og treystir sér því ekki til að innheimta skuldirnar.
Ábyrgð foreldranna er ekki minni, þar sem verknaðurinn var framinn í gróðaskyni.
Sleppi foreldrarnir við að greiða fyrir græðgi sína, ætti að minnsta kosti að sekta þá fyrir misnotkun á börnum sínum.
Hyggst ekki innheimta lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á að láta þá borga þetta lán í topp. Til vara í skuldafangelsi með þau. Það er ótrúlegt hvernig þetta útrásargræðgispakk er endalaust skorið niður úr snörunni.
Hvað varð af potta og pönnuliðinu sem grýtti bæði Alþingi og Seðlabanka. Hvar er það nú?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:00
Kannski er sumt af því að vinna í skuldaniðurfellingum barnanna sinna.
Axel Jóhann Axelsson, 29.10.2009 kl. 20:13
Það er lán að eiga góð börn. Barnalán. Barnalán foreldra verður seint ofmetið.
Björn Birgisson, 29.10.2009 kl. 20:21
Mér finnst að barnaverndarnefnd eigi að taka á þessum málum. Þetta er gróf misbeiting foreldra á börnum sínum. Sennilega hafa þetta verið broddborgarar sem nú leita leiða til að losna við skuldir sem þeir bera ábyrgð á. Svo finnst mér hlálegt að sýslumaður eigi þarna nokkurn hlut að máli. Ekki þarf hann að koma að málum þegar börn stofna bankareikninga eða fá leigðar myndbandsspólur. Mér finnst að þjóðin eigi rétt á að vita hvaða foreldrar haga sér svona gagnvart börnunum.
Matthías Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:28
Bankaleyndin verður mörgum apakettinum skjól, minn kæri Matthías!
Björn Birgisson, 29.10.2009 kl. 20:33
Eru þessir foreldrar ekki óhæfir?? Er þetta ekki barnaverndarmál? Trúnaðarbrestur við börnin - allavega.
Finnst þessir foreldrar eigi að axla ábyrgð - hver skrifaði undir? Hver gaf leyfi? Eða eru fleiri samsekir???
Þetta er subbulegt mál og á að taka alvarlega.
Hvað er næst hjá þessum foreldrum til að útvega sér pening? Sala á hverju - eða hverjum!!
inga (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:51
78 gr. lögræðislaga segja hvernig fara á með þetta:
78. gr. 1. Nú veldur lögræðisskortur ógildingu samnings og skal þá hvor aðili skila aftur þeim verðmætum sem hann hefur veitt viðtöku. Ef ekki er unnt að skila hlut aftur skal aðili greiða verð hans eftir því sem hér segir:
a. Samningsaðili hins ólögráða manns skal greiða fullt verð hlutarins. Honum ber þó eigi að bæta hlut sem hann átti að skila aftur samkvæmt samningi aðila ef rýrnun eða eyðilegging hlutarins stafar af eiginleikum hans sem fyrir hendi voru þegar hann var afhentur. Hafi aðili fengið hlutinn eða verðmætið að gjöf eða til geymslu frá hinum ólögráða manni má færa niður bætur úr hendi hans eftir því sem sanngjarnt þykir.
b. Hinn ólögráða maður skal greiða fégjald að því leyti sem verðmætin hafa orðið honum að notum.
Þ.e foreldrum ber að lögum að endurgreiða lánið nema að stofnbréfin sem keypt voru fyrir lánið teljist hafa verið gölluð vara á kaupdegi !
Jóhannes Gíslason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:47
Jóhannes, þetta ætti að taka af öll tvímæli um greiðsluskyldu foreldranna.
Ég legg málið í dóm.
Axel Jóhann Axelsson, 29.10.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.