Ríkisstjórnin fer úr landi og málin taka kipp

Fram hefur komið í fréttum að Jóhanna, forsætisráðherralíki, hafi stokkið úr landi og tekið með sér fjármálajarðfræðinginn og tvær aðrar ráðherranefnur.  Eins og hendi væri veifað fóru að berast fréttir af því að a.m.t. tvö mál hafi tekið að þokast áfram, um leið og staðfest var, að þessar ráðherranefnur væru komnar um borð í flugvélina, sem flutti þá af landi brott.

Fyrst komu fréttir af því, að AGS hefði sett málefni Íslands á dagskrá stjórnarfundar í vikunni og svo bárust þau stórmerku tíðindi, að stjórnardruslan hefði náð að ljúka drögum að yfirlýsingu vegna stöðugleikasáttmálans.  Sérstaklega ber að athuga, að um drög er að ræða, enda nær þessi stjórn yfirleitt ekki að ljúka nokkru máli fullkomlega.

Miðað við þessar upplýsingar, ber að fagna flótta ríkisstjórnarinnar úr landinu, en samkvæmt Dyflinarsáttmálanum verður henni örugglega vísað aftur til heimalandsins áður en langt um líður.

Íslendingar geta samt lifað í þeirri von, að nokkur tími muni líða, áður en ráðherranefnurnar koma til landsins aftur.

 


mbl.is Fundað um yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið hugrekki sýna þessir bjargvættar að þora að yfirgefa vígvöllinn,vitandi af ræningjaflokkunum tveim sem rænt hafa landið starfandi hér enn.

zappa (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú og fáeinir aðrir Íslendingar hafa það frjóa hugmyndaflug, að kreppan sé stjórnmálamönnum að kenna (þykist geta lesið út úr svari þínu, að þú eigir við stjórnmálaflokka).  Það hefur engum í veröldinni dottið í hug nema þessum fáu Íslendingum.

Hugsalega gæti þessi hugmynd komist í Heimsmetabók Guinnes, eins og önnur furðufyrirbæri heimsins.

Axel Jóhann Axelsson, 26.10.2009 kl. 15:46

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samkvæmt nýjustu fregnum fóru fjórmenningarnir utan með einkaþotu Pálma Haraldssonar, einkennisnúmer VIP-CEO. Númerið vekur athygli, því að það er skammstöfun fyrir “Very Important Person  - Chief Executive Officer”.

 

Með fjórmenningaklíkunni fóru einnig Seðlabankastjóri og Indriði H. Þorláksson. Flugumferðastjórn neitar að gefa upp ákvörðunarstað vélarinnar, en síðasta sást til hennar taka stefnu til suð-vesturs. Er ekki Tortola í þá áttina ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.10.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband