Gengið sveiflast eftir geðþótta

Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, hafa marg lofað að gengið myndi styrkjast, fyrst þegar Davíð var rekinn úr Seðlabankanum, næst þegar umsóknin yrði send um inngöngu í ESB, svo þegar gengið yrði undir Icesavehelsið, við gerð stöðugleikasáttmálans o.s.frv.

Þar sem gengi krónunnar lýtur öðrum lögmálum en gaspri ráðherra, hefur nýjasti seðlabankastjórinn komið henni til hjálpar á ákveðnum gaspurtímabilum, t.d. núna síðast þegar fjármálajarðfræðingurinn kynnti nýjustu þrælaskilmála Breta og Hollendinga vegna Icesave.  Þá, eins og nokkrum sinnum áður, dælir Seðlabankinn gjaldeyri inn á markaðinn til þess að styrkja gengið um nokkur prómill, en hættir því svo aftur eftir tvo til þrjá daga, með þeim afleiðingum að gengið fellur aftur í fyrra horf.

Blekkingarleik ríkisstjórnarinnar og meðreiðarsveina hennar virðist aldrei ætla að linna.

Raunverulegar aðgerðir til að styrkja gengið láta standa á sér, enda er kröftunum eytt í að flækjast fyrir atvinnulífinu og lengja og dýpka kreppuna.


mbl.is Engin inngrip og gengi krónunnar lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú tudar alla daga og stundum oft á dag gegn ríkisstjórninni, sem er ad hreinsa upp og laga til eftir heimskulega óstjórn B og D, sem byggdist alfarid á ad sinna sérhagsmunum.  Thú veist eins vel og ég og allir landsmenn ad thad voru B og D sem ollu hruninu.

Satt og Rétt (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú heldur áfram í sandkassanum.  Börn láta oft svona, þegar þarf að fara að skipta um bleiju á þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 23.10.2009 kl. 13:43

3 identicon

"Satt og Rétt" ætti nú frekar að vera blindur og heimskur. Hann hljómar alveg eins og Steingrímur þegar hann var að væla yfir því að allt væri sjálfstæðisflokknum að kenna. Síðast þegar ég vissi þá var hans flokkur kosinn á þing til að gera eitthvað í þessu ekki til þess að væla. Ekkert nema léleg þingmennska að reyna þyrla upp ryki til að fela Icesave nauðungasamningana.

Gunnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Satt og rétt hjá þér Axel og það er alveg ótrúlegt hvað menn ætla að hanga lengi í fortíðinni og því að kenna fyrrverandi stjórnvöldum um getuleysi dagsins í dag.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.10.2009 kl. 15:52

5 identicon

Allt satt að ofan nema í commenti 1.  Og mikið er það orðið þreytandi að hlusta á að fall bankanna hafi verið Framsókn og Sjálfstæðisflokki að kenna.  Og sam-spillingar-skrípið sem var í ríkisstjórn með bankamálaráðherra kom hvergi nærri víst þó þau sitji enn sem fastast og bæti við óstjórnina.  Og hver ætli sé að "hreina upp" eftir sam-spillinguna, þú þarna efst?   Hefurðu kannski ekki heyrt þeirra getið???

ElleE (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 17:25

6 identicon

Það er alveg hárrétt að þessi ríkisstjórn sem nú er við völd þarf að taka til eftir B og D. En hvernig væri þá að fara að byrja á því í staðinn fyrir að grenja bara undan verkefninu og benda út í loftið og segja "þetta er þeim að kenna" það ríkir algert úrræðaleysi á stjórnaheimilinu. Og heilög Jóhanna ætti að hafa vit á því að segja af sér  og hætta í stjórnmálum. Hún veldur ekki starfinu. Engan veginn

Ævar (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband