Pétur Blöndal er alltof tilætlunarsamur

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, missti út úr sér á Alþingi, væntanlega í hita leiksins, kröfu um að ráðherrar skildu það, sem þeir væru að tala um, eða eins og fram kemur í fréttinni:  ""Hann er að borga frá 22. apríl 40 milljarða meiri skuld og hann borgar á hverjum degi 100 milljónir í vexti. Það vex og vex hjá innlánstryggingasjóði og hver skyldi borga það: ríkissjóður. Og ég krefst þess að ráðherrar sem standa í þessu máli skilji þessa hluti,“ sagði Pétur og barði í ræðupúltið."

Þarna var Pétur að tala um innistæðutryggingasjóð í tilefni af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um algera uppgjöf gagnvart þrælahöldurunum, vegna Icesave skulda Landsbankans.

Að ætlast til þess, að ráðherrarnir skilji það sem þeir eru sjálfir að tala um, er náttúrlega alger tilætlunarsemi af Pétri Blöndal.

Hann ætti að temja sér meira umburðarlyndi gagnvart ríkisstjórninni, því hún er hvort sem er óskiljanleg.


mbl.is 100 milljónir í vexti á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband