Grínari með uppistand

Össur Skarphéðinsson, grínráðherra, var með eitt af sínum uppistöndum á Alþingi í dag og reitti af sér sína venjulegu og lélegu brandara fyrir þingheim.

Afar misvísandi tölur hafa verið nefndar um hugsanlegar endurheimtur Landsbankans upp í Icessaveskuldir sínar, allt frá 35% og nú síðast um 90%, eftir að Nýji Landsbankinn var látinn gefa þeim gamla um 300 milljarða króna í gengistryggðu skuldabréfi, til tíu ára.  Eftir það kom fjármálajarðfræðingurinn fram með þá von sína, að endurheimturnar yrðu allt að 90% og þar með yrðu skattgreiðendur aðeins látnir borga 75 milljarða króna, að viðbættum 250 - 300 milljarða vöxtum.

Í sínu uppistandi segir grínarinn Össur, að endurheimturnar verði líklega betri en nokkurn hafi látið sér detta í hug áður og hlýtur hann þá að meina að þær fari yfir 100%, en það er tala sem hvorki fjármálajarðfræðingurinn eða forsætisráðherralíkið hafa látið sér detta í hug að ljúga að nokkrum manni, ekki einu sinni sjálfum sér.

Það er óborganlegt að hafa slíkan skemmtikraft sem Össur á þingi á þessum erfiðu tímum.

Hann hefur þann fágæta hæfileika, að fá fólk til að hlægja, meira að segja áður en hann byrjar að tala.


mbl.is Mun léttari pakki en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já hann er "aumkunarverðslega hlægilegur" og virðist ekki vita hvað sannleikur er.  Íslendingar þurfa ekki á svona "trúðum" að halda og allra síst sem ráðherra.

Jóhann Elíasson, 22.10.2009 kl. 14:07

2 identicon

Á Íslandi geisar stríð milli þeirra sem vilja tala ástandið niður og þeirra sem reyna að tala það upp....Síðan en til fólk sem hafa skoðanir á þessu öllu saman. 

Ef allt er að fara til andsk.. þá er það pólitískur sigur fyrir stjóranarandstöðu(þó hún eigi grunn ábyrgð á öllu saman) Ef hlutir eru nokkurn vegin í lagi er það sigur fyrir Stjórn....Hvernig nennir þú að velta þér upp úr þessum áróðri afla sem eru allveg sama um þig og þínar skoðanir??

Banjó (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband