Stjórnarandstaða VG

Stjórnarandstæðingurinn Lilja Mósesdóttir, þingmaður ríkisstjórnarflokksins VG, ræðst fram á ritvöllinn í Mogganum í dag og segir bráðnauðsynlegt að endurnýja samstarfssamninginn við AGS, enda hafi sjóðurinn, einhliða, sagt upp samstarfinu við Ísland.

Lilja segir að AGS hafi svikið afgreiðslu allra mála, ekki síst lánaafhefdingar, á árinu og því verði að semja að nýju og segir m.a. í greininni:  "Semja þarf um verulega vaxtalækkun, að lánum sjóðsins verði breytt í lánalínur sem aðeins verða notaðar í neyð og að niðurskurður verði mildaður til að tryggja fulla atvinnu. Jafnframt þarf AGS að aðstoða íslensk stjórnvöld við að endursemja við erlenda lánardrottna um lægri vexti og afskriftir til að forða ríkissjóði og þjóðarbúinu frá greiðsluþroti strax á næsta ári."

Fyrir tveim dögum mótmælti Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsmálaráðherra, því harðlega, að skuldastaða þjóðarbúsins væri slík, að nokkur hætta væri á greiðsluþroti í framtíðinni, enda væru mörg ríki á vesturlöndum miklu skuldsettari en Ísland.  Allar raddir um greiðsluþrot væru því út úr kú og til þess eins að blekkja þjóðina og hræða.

Nú segir Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður VG, að forða verði þjóðarbúinu frá greiðsluþroti strax á næsta ári.

Er ekki kominn tími til að stjórn og stjórnarandstaða í ríkisstjórnarflokkunum fari að koma sér saman um málin og tala einni röddu?  Ekki væri síðra,  að stjórnin færi að segja þjóðinni satt.

Það gæti orðið til að minnka hræðslu þjóðarinnar við framtíðina og gæti jafnvel eflt kjark hennar.


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það ekkert að semja við þennan sjóð aftur.  Hann hefur reyst okkur illa á öllum sviðum og sú eina greiðsla sem hann hefur greitt til Íslands, tökum við upp í allan þann kostnað sem hefur verið varðandi þennan sjóð.  Gylfi Magnússon veit alveg hvað hann er að segja.  Ríkisstjórnin er samstíga í verkum sínum, en fólk á auðvitað ekki því að venjast að einstakir þingmenn sem styðja ríkisstjórnina hafi mismunandi skoðanir á hlutunum.  Því hér áður máttu þingmenn í stjórnarmeirihlutanum aldrei tala gegn ríkisstjórninni, þótt þeir væru henni ekki alltaf sammála og greiddu oft atkvæði gegn eigin samvisku.

Jakob Falur Kristinsson, 22.10.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jakob, það eru mikil öfugmæli, að þessi ríkisstjórn sé samstíga í verkum sínum.  Ekki hefur verið samstaða um eitt einasta stóra mál, sem stjórnin hefur fjallað um og nægir þar að nefna EES, Icesave og fjárlagafrumvarpið.

Þingmenn hafa alltaf haft fullt leyfi til að gagnrýna ríkisstjórnir, en núna er bara meiri ástæða til þess að stjórnarþingmenn séu óánægðir, en oftast hefur verið.

Ríkisstjórn, sem ekki hefur meirihluta þingmanna á bak við sig í stórum málum, hefur auðvitað engin tök á að koma málum í gegnum þingið og á því að fara frá völdum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband