Flensan komin á alvarlegt stig

Nú hefur verið staðfest fyrsta dauðsfallið af völdum svokallaðrar svínainflúensu og eru aðstandendum stúlkunnar sendar innilegustu samúðarkveðjur. 

Spáð hefur verið, að líklega muni þriðjungur til helmingur þjóðarinnar smitast af þessum sjúkdómi áður en yfir líkur, en ennþá hafa ekki verið staðfest, svo öruggt sé, nema 479 tilfelli.  Þar af hafa 60 manns verið lagðir inn á sjúkrahús og einn sjúklingur látist.

Smitist þriðjungur þjóðarinnar, eða um eitthudraðþúsund manns, af flensunni, má gera ráð fyrir, miðað við framangreindar tölur, að tólf til þrettánþúsund manns munu þurfa að leggjast inn á sjúkrahús áður en yfir líkur og jafnvel allt að tvö hundruð manns látast.

Allir sjá að þetta stefnir í að verða gífurlega alvarlegt ástand og full ástæða fyrir alla að vera vel á verði og fara ekki of snemma á fætur aftur, ef minnsta hætta er á að um svínaflensuna sé að ræða.

Faraldurinn er rétt að byrja og á eftir að bitna hart á þjóðlífinu í vetur.


mbl.is Fyrsta dauðsfallið hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

og fá sprautuna þegar hún býðst almenningi. En burt séð frá því þá er óskaplega dapurleg frétt

Finnur Bárðarson, 19.10.2009 kl. 15:52

2 identicon

Án þess að vilja draga úr alvarleika flensunnar, þá held ég að þú sért að oftúlka tölurnar.

 Staðfest tilfelli eru 467 en tilkynningar 3660.  Væntanlega er hlutfall þeirra sem þurfa sjúkrahúsvist nær því að vera 60 af þessum 3660 (eða jafnvel hærra því ekki nærri allir sem fá flensu hafa samband við lækni) frekar en að vera 60 af 467.  Það þýðir samt sem áður uþb. 2500 innlagðir af 150000, sem hlýtur að vera gífurlegt álag á sjúkrahúsin í niðurskurðinum.

Hef enga sérfræðiþekkingu á þessu, en það borgar sig ekki í þessu frekar en fjármálafréttum að túlka allt á versta veg.

Innilegar samúðaróskir til allra sem þjást af völdum flensu eða öðrum völdum.

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, vonandi er þetta alger oftúlkun á tölunum, en hinsvegar er mér kunnugt um fleiri en eitt tilfelli, þar sem læknar hafa úrskurðað að sjúklingur væri "mjög líklega" kominn með svínaflensuna, án þess að það hafi verið raunin.

Þannig má reikna með að talan 3660 sé oftalin, þannig að rétt tala sé einhversstaðar á milli 467 og 3660.

Hvernig sem á allt er litið, verður þetta greinilega hið erfiðasta mál fyrir allt kerfið.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hafa verið uppi raddir um það að sjálft bóluefnið hafi drepið fleiri en flensan sjálf. Þetta dauðsfall kemur strax í kjölfar þess að bóluefnið er notað. Mín spurning er því: Var þessi stúlka búin að fá sprautuna?  Mig grunar að svo sé.  Þetta gæti verið enn eitt dauðsfallið af völdum bóluefnisins.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 17:04

5 identicon

Las í frétt á vísi þegar óstaðfest tilfelli voru orðin eitthvað um 1200-1500 að það sé aðeins brot af þeim sem hafa smitast, þá var haft eftir Haraldi Briem að það væru líklega 30.000 til 60.000 búnir að smitast.

mjá (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Steinar, þetta er algerlega ósannaður hræðsluáróður um bóluefnið.  Það eru engar sannanir fyrir því að það hafi banað nokkrum manni.

Einnig verður að telja það útilokað, að þessi stúlka hafi verið búin að fá bólusetningu, þar sem hún veiktist fyrir 12-15 dögum síðan og þá var ekkert bóluefni komið til landsins.  Það er ekki einu sinni farið að bólusetja neina, aðra en heilbrigðisstarfsmenn ennþá, því miður.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2009 kl. 17:08

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er grein um þetta.

Svínaflensan gekk yfir árið 1976, með álíka hysteríu og nú. Þá drap flensan engan en bóluefnið bæði drap fjöllda manns beint og sannaðist einnig að hafa valdið örkumlandi taugasjúkdómi hjá þúsundum manna.  

Þetta bóluefni, sem nú er verið að nota hefur engar viðurkenndar prófanir hlotið og var sópað í gegnum regluverkið án ábyrgðar. Ný lög í USA hafa einnig verið sett, sem fríjar framleiðendur af skaðabótakröfum vegna þessa.  Maður spyr sig: Hvað er eiginlega í gangi?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Votta mina samúð með fjölskyldunni. Tek hins vegar undir með Jóni Steinari. Við þurfum að reyna að læra það á Íslandi að sjá í gegnum lyfja-kaupmennskuna. Sú kaupmennska er ekki byggð á eintómri hjartahlýju. þó held ég ekki að svo hafi verið í þessu tilfelli. En við þurfum að vera á varðbergi. Á því byggist velgengni okkar allra.

Hættum að hlusta á allt án gagrýni og förum að hlusta meir á okkar eigin meiningu, og ekki minnst hættum að afneita okkar eigin tilfinningu og skoðun því hún er sú raunverulega og rétta. Gangi okkur öllum sem best með það.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2009 kl. 18:32

9 identicon

Er þetta ekki bara aðferðin til að losna við okkur sem erum veikari fyrir ? 

Kristín (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 18:44

10 identicon

Jón Steinar: Hér er býsna blátt áfram pistill eftir lækni í British Medical Journal um sama efni, hún hefur áður fengið Guillain-Barré, eftir Kamfýlóbakter-sýkingu og veltir fyrir sér hvort hún eigi hættu á að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju við að fá H1N1-bólusetningu. Greinin sem þú gefur tengil á er eftir vísindamann sem hefur afar einkennilegar skoðanir á tilurð sjúkdóma, og ég efast um að mikið mark sé tekið á viðhorfum hans meðal annarra fræðimanna.

http://www.bmj.com/cgi/content/full/339/sep09_1/b3577

Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 19:10

11 identicon

Axel þú talar hér um ósannaðan hræðsluáróður, mig langar að spyrja þig, getur þú vitnað í einhverjar rannsóknir sem færa rök fyrir því að þetta bóluefni virki gegn h1n1? og endilega reyndu að telja okkur trú um að kvikasilfur sé að einhverju leiti gott fyrir okkur? Það er kvikasilfur í bóluefninu ef þú vissir það ekki.

Pétur Ben (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:56

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

1976 var fyrir 33 árum. Ég treysti því að vísindin séu ögn lengra á veg komin í dag.

Páll Geir Bjarnason, 20.10.2009 kl. 00:28

13 identicon

Jón Steinar,  ert þú mentaður á sviði læknavísinda?  Ert þú sérfræðingur á sviði ónæmislækninga?  Hefur þú einhverja þekkingu til að varpa svona skrifum fram eins og þú gerir? Hefur þú þekkingu á sviði veirufræði?  Hvaðan hefur þú þínar upplýsingar?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 01:11

14 identicon

Herna er innihaldslysingin i boluefniunu...mig grunadi aldrei ad tessi efnu væru i!

http://www.cdc.gov/vaccines/vac-gen/additives.htm

Iris (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 06:37

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pétur Ben. (o.fl.), ég er ekki neinn sérfræðingur á þessu sviði, en ég tek meira mark á landlækni og sóttvarnarlækni, sem báðið hafa komið í fjölmiðla, til þess að mótmæla þessum hræðsluáróðri gegn bóluefninu.  Síðast í gærkvöldi var sóttvarnarlæknir í Kastljósi og útskýrði þetta mjög vel.

Meira að segja áróðurinn um kvikasilfrið á ekki rétt á sér, því samkvæmt þeirra útskýringu er þetta ekki skaðlegt kvikasilfur, því til eru fleiri en ein tegund kvikasilfurs, misvarasamar.

Ég ítreka, að ég tek mark á þessum mönnum, fram yfir hræðsluáróður á blogginu.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2009 kl. 09:53

16 Smámynd: SeeingRed

"1976 var fyrir 33 árum. Ég treysti því að vísindin séu ögn lengra á veg komin í dag."~Páll Geir

1976 treysti fullt af fólki því að vísindin væru vel á veg komin og beið þess aldrei bætur.

SeeingRed, 20.10.2009 kl. 13:58

17 identicon

Ég bendi á blogg, http://agny.blog.is/blog/agny/, sjokkerandi upplýsingar

Ingibjörg Þorvaldsd. (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 15:14

18 identicon

Nei þetta er samsæri, það á að drepa sem flesta með bóluefni
http://www.upi.com/Top_News/US/2009/10/19/Farrakhan-suspicious-of-H1N1-vaccine/UPI-63931256011008/

Úje

DoctorE (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:07

19 identicon

Það er nærri því barnalegt að segja að yfirvöld séu alltaf að segja satt og rétt frá. Voru t.d. allir stjórnmálamenn að segja satt og rétt frá þegar þeir sögðu að allt væri í lagi hér á íslandi áður en kreppan kom í fyrra? Kannski flestir en örugglega ekki allir. 

Það borgar sig að skoða aðeins youtube varðandi þessi mál. Áhrif kvikasilfurs á heila. http://www.youtube.com/watch?v=SKuznYVn40s

Ethyl kvikasilfur eða methyl kvikasilfur..... virðist ekki vera mjög mikil munur á þessu. http://www.whale.to/vaccines/ethyl_vs_methyl.html

Karl (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:15

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki ástæða til að leita út um allt internetið að neikvæðum lýsingum á bólusetningum.

Auðveldast er að fara inn á vef Landlæknis og skoða spurningar og svör um bóluefnið, sjá hérna

Ekki veit ég hversvegna Landlæknir ætti að vera að reyna að blekkja alla þjóðina í sambandi við bólusetningar.

Þjóðin hefur verið bólusett með þessu sama bóluefni (með öðrum vírus) árum saman og enginn hefur hlotið skaða af.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2009 kl. 16:34

21 Smámynd: SeeingRed

Landlæknir veit því miður ekki betur og sannleikurinn gengur gegn því sem hann hefur lært, hann væri líke ekki landlæknir lengi ef að hann leyfði sér að láta í ljósi efasemdir um gæði bóluefnisins þó hann hefði illan grun innst inni.

SeeingRed, 20.10.2009 kl. 17:05

22 identicon

Mæli með þessum magnaða og bráðskemmtilega fyrirlestri fyrir þá sem vilja vera skrefinu á undan, varðhundar lyfjarisana og mafían í kringum þau mun eflaust að tefja það um nokkur ár að þessar merkilegu rannsóknir verði á allra vitorði ef tregðan á þeim bæ til að meðtaka byltingarkenndar hugmyndir er söm við sig. Alltaf eru að koma fram nýjar rannsóknir, en andstaðan er innbyggð í kerfið.  http://www.youtube.com/watch?v=Cq1t9WqOD-0

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:15

23 identicon

Lífræn kvikasilfurssambönd eru mjög eitruð, það er þessvegna sem þau eru notuð til að varna að það komist bakteríur í bóluefnin. Kvikasilfurssamböndin eru hinsvegar í svo litlu magni að það er ótrúlegt að það hafi í einum skammti merkjanleg áhrif á stór spendýr (eins og menn). Ef ætti að valda skaða, þá væri nú hægt að nota aðeins minna obvious aðferðir, ekki satt? Endilega lesið ykkur þá til um eitrunaráhrif kvikasilfurs, Minamata-sjúkdóminn og mengun í sjávarfæðu.

Stefán Sigurkarlsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:14

24 identicon

það er ekki til skaðlaust kvikasilfur, lygararotta.

Pétur Ben (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:47

25 Smámynd: SeeingRed

Hérna er afar athyglisvert viðtal, sannarlega full ástæða til að vera á tánum og treysta ekki misvel informeruðum læknum í blindni. með reglulegu millibili verða vatnaskil í læknisfræði og vísindum og "staðreyndir" gærdagsins hinduvitni morgundagsins. http://vactruth.com/2009/07/21/dr-andrew-moulden-interview-what-you-were-never-told-about-vaccines/

SeeingRed, 20.10.2009 kl. 19:26

26 identicon

Mæli eindregið með þessu merkilega viðtali sem SeeingRed póstar, vægast sagt umhugsunarverðar rannsóknir á þessum síðustu og verstu og tregða akademíunnar kenur engan vegin á óvart, armur lyfjaauðhringjanna nær langt.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:31

27 identicon

Samsæriskenningarnar alveg á fullu hérna greinilega.

"Enn eitt dauðsfallið af völdum bóluefnis" segir Jón Steinar. Hefur hann heimildir fyrir því að það sé mikið af fólki á Íslandi búið að látast vegna bólusetninga? Þetta bóluefni byggir á þekktri "uppskrift" á bóluefni sem hefur verið notað við árstíðarbundnum inflúensum og svo er búið að skipta um ónæmisglæði, sem er sá sami og nú er notaður í bóluefninu gegn leghálskrabbameini. Auðvitað eru lyfjafyrirtæki ekki að framleiða lyf í góðgerðarstarfsemi og græða á tá og fingri á þessu bóluefni. En ég er greinilega það "vitlaus" að ég treysti landlækni og sóttvarnarlækni til að vera búnir að kynna sér þetta bóluefni og myndu ekki mæla með því ef þei héldu að það væri skaðlegt.

Varðandi kvikasilfrið, þá er þetta nú í það litlu magni að það hefur ekki áhrif á okkur eins og Stefán segir hér að ofan. Það hefur komið fram ein rannsókn fyrir mörgum árum um tengsl kvikasilfurs og bóluefna við einhverfu sem síðar kom í ljós að var ekki á rökum reyst. En því miður er erfitt að hrekja svona vitleysur. Held að fólk ætti þá að hætta að borða fisk og ýmsar sjávarafurðir ef það er svona hrætt við kvikasilfur.

Fyrir utan það að sem barn voru allar mínar bólusetningar með kvikasilfri í og er ég ennþá lifandi í dag þrátt fyrir það.

Kristín Jóhanns (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:37

28 identicon

Væri fróðlegt að heyra einhverja statistík yfir það frá öðrum löndum þar sem bólusetning hófst fyr, hvort að hún sé að virka vel sem vörn og hvort að margir af þeim bólusettu fái flensuna samt sem áður, slíkt myndi auðvelda mörgum erfiða ákvörðun. Sá mikli fjöldi fólks sem beið þess aldrei bætur að trúa fullyrðingum lækna um að svínaflensubóluefnið 1976 væri öruggt ætti að vera öllum áminning um að stundum eru læknar ekki alveg á tánum og sjálfstæðir í hugsun.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:04

29 identicon

Á vef Landlæknis er því svarað hvað er í hinu nýja bóluefni: hluti inflúensuveirunnar, AS03 ónæmisglæðir og thiomersal. ASO3 er blanda af þremur efnum samkvæmt þessu vídeoi, polysorbate 80, squalene og tocopherol.

Squalene er til náttúrulega í mannslíkamanum en ef það er sprautað inn í líkamann skapar það vandamál. Í þessari grein kemur eftirfarandi fram:

The difference between “good” and “bad” squalene is the route by which it enters your body. Injection is an abnormal route of entry which incites your immune system to attack all the squalene in your body, not just the vaccine adjuvant.

Your immune system will attempt to destroy the molecule wherever it finds it, including in places where it occurs naturally, and where it is vital to the health of your nervous system.

Afleiðingin er því sú að líkaminn fer að ráðast á sjálfan sig!!

Karl (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:21

30 identicon

Bendi líka á heimildarmyndina Vaccination: The hidden truth. sjá hér.

Karl (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:41

31 Smámynd: SeeingRed

Takk Karl, þetta er athyglisvert.

SeeingRed, 20.10.2009 kl. 23:47

32 identicon

Sæll Alex

Sæll Alex

Nú og "Flensan komin á alvarlegt stig.."???

Já og Landlæknisembættið passar sig og bendir alls ekkert á D-vítamín sem lausn fyrir þá sem eru sýktir með svínaflensu, eða hvað að embættið bendi á D-vítamín sem  fyrirbyggjandi ráðstöfun gegn þessari svínaflensu. Allt gert til magna upp hræðslu fyrir þessu bóluefni gegn svínaflensu og standa við samninga við þetta bóluefnafyrirtæki, ekki satt???  

http://www.youtube.com/watch?v=xdLNMEXWTL8&feature=player_embedded  ( Vitamin D is better than ANY vaccine and increases the immune system by 3-5 times )http://www.youtube.com/watch?v=oRmSV8OUzq0&feature=related  ( Vitamin D kills the flu virus so STOP BLOCKING OUR SUNLIGHT ! ) http://www.youtube.com/watch?v=A8tK0n18Als&feature=related  ( Take vitamin D3 Not the flu Shot! )

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband