Norræn velferð undir stjórn Sjálfstæðisflokks

Stanslaus áróður er rekinn að hálfu vinstri manna um að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hafi velferðarmálin verið svelt fjárhagslega, en nú er annað komið í ljós, eins og allir sanngjarnir menn vissu. 

Upphaf fréttarinnar um þetta efni hljóðar svo:  "Heildarútgjöld hins opinbera til almannatrygginga og velferðarmála hafa vaxið verulega síðasta aldarfjórðung eða úr tæplega 5,7% af landsframleiðslu árið 1980 í ríflega 8,9% af landsframleiðslu 2008, en það samsvarar 132 milljörðum króna á því ári.  Þetta kemur fram í nýju riti Hagstofunnar. Velferðarútgjöldin  hafa ríflega þrefaldast að magni á tímabilinu  miðað við verðvísitölu samneyslu og ríflega tvöfaldast á mann."

Í samanburðinum kemur fram, að velferðarútgjöld á Íslandi eru svipað hlutfall af landsframleiðslu og þau eru í Noregi, en örlitlu minni en á hinum Norðurlöndunum.  Aukningin samkvæmt fréttinni er:  "Árið 2008 runnu 413 þúsund krónur til þessa málaflokks á mann samanborið við 181 þúsund krónur í byrjun níunda áratugarins á verðlagi 2008."

Á þessu sést að Sjálfstæðisflokkurinn er mesti velferðarflokkur á Íslandi.


mbl.is Velferðarútgjöld hafa vaxið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Hárrétt, Axel.

Og hverjir hafa EKKI verið í stjórn á meðan? Jú, VG. Samfó kom þó þarna inn á síðasta metranum. 

Sigurjón Sveinsson, 19.10.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband