Embættismenn semja um lagabreytingar á Íslandi

Bretum og Hollendingum hefur tekist að niðurlægja íslensku ríkisstjórnina og sjálfstæði Íslands endanlega, með því að embættismenn þjóðanna hafa kúgað íslenska embættismannanefnd til að samþykkja að Alþingi breyti lögum, sem þar voru samþykkt í Ágústmánuði s.l.

Þá er niðurlæging íslensku ríkisstjórnarinnar alger, að gefast svona upp fyrir erlendri kúgun.  Að láta bjóða sér aðra eins meðferð og kalla það samninga, er svo alger og niðurlægjandi uppgjöf, að skömm Íslendinga mun í minnum höfð, meðan land byggist.

Þegar lagalegur réttur verður endanlega viðurkenndur í þessu máli, ætla kúgararnir ekki einu sinni að gefa eftir, heldur samþykkja íslensku samningamennirnir, að þá skuli samið að nýju.  Það eina rétta hefði auðvitað verið að kúgararnir hefðu þá lofað að endurgreiða, það sem Íslendingar hefðu verið búnir að láta kúga sig til að greiða, og biðjast svo auðmjúklega afsökunar á háttsemi sinni, gagnvart smáþjóð. 

Þessi niðurstaða er hrikalegt fordæmi um kúgun smáþjóðar og ekki er víst að síðasta svipuhöggið sé fallið.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunguskapurinn er ótrúlegur og skammarlegur og þetta er algerlega svona eins og þú lýsir, Axel Jóhann.    Enginn með minnstu sjálfsvirðingu getur sætt sig við kúgun og þau mannréttindabrot að mega ekki hlíta dómi.   Þetta er svívirðilegt. 

ElleE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:04

2 identicon

Og eitt enn:  Sorglegt hvað kom fyrir Steingrím J.:

Steingrímur J. í janúar, 09:

"Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
„Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í þessu sem öðru."

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628

ElleE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hérna hefur einmitt verið bent á þessi ummæli Steingríms J. og skorað á hann að standa við stóru orðin.

Nú er hann sjálfur ráðherra og getur staðið gegn þessum þvingunarskilmálum.

Að gera það ekki, lýsir ekki miklum karakter fjármálajarðfræðingsins.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband