16.10.2009 | 11:11
Hvað um Fréttablaðið?
Nú er Skjár einn að gefast upp á að senda út ókeypis dagskrá sína, vegna mikils samdráttar auglýsingatekna. Mánaðaráskrift er boðuð að verði 2.200 krónur á mánuði og verður fróðlegt að sjá hvernig Skjá einum mun takast upp í samkeppninni við Stöð 2, en þar er mánaðaráskrift nú 6.990 krónur á mánuði.
Skjá einum hefur tekist að verða aðaláhorfsstöð margra, sérstaklega unga fólksins, þannig að afar erfitt er að spá um, hvernig stöðinni mun ganga að fá þessa tryggu áhorfendur sína til þess að fara að borga áskriftargjald. Unga fólkið hefur margt alist upp við að þurfa ekki mikið fyrir lífinu að hafa, hafa getað treyst á foreldrana um peninga og horft ókeypis á Skjá einn og lesið Fréttablaðið, sem dreyft hefur verið "ókeypis" í hús fram að þessu.
Reyndar er Fréttablaðinu ekki dreyft lengur í hús, nema á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stærstu kaupstöðunum, annars staðar verður fólk að hafa fyrir því að sækja blaðið á bensínstöðvar eða í götukassa.
Nú hafa auglýsingatekjur Fréttablaðsins hrunið, eins og annarra fjölmiðla, þannig að nú hlýtur að fara að styttast í því, að blaðið verði gert að áskriftarblaði. Aðalauglýsingatekjur blaðsins koma nú frá fyrirtækjum eigenda þess, þ.e. Baugsveldinu, og líklega dugar sá stuðningur einn ekki til lengdar.
Þegar Fréttablaðið verður orðið áskriftarblað, verður það eingöngu smekkur almennings fyrir efni fjölmiðlanna, sem mun ráða lífi þeirra og dauða.
SkjárEinn verður áskriftarstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur greinilega ekki alveg fylgst með, en nú þegar hefur það verið boðað að lýðnum úti á landi gefst ekki lengur kostur á því að sækja fréttablaðið án kostnaðar. Þessi lína þín á því ekki lengur við "annars staðar verður fólk að hafa fyrir því að sækja blaðið á bensínstöðvar eða í götukassa" heldur er okkur boðið að fá blaðið sent heim í áskrift gegn gjaldi eða fara út í þær verslanir sem vilja selja okkur fréttablaðið og kaupa það þar.
kv af landsbyggðinni
G. Sal.
G.Sal. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 11:30
G.Sal., þetta hefur greinilega farið fram hjá mér, en þetta er náttúrlega alger svívirða.
Að dreifa blaðinu "ókeypis" sumstaðar á landinu, en selja það annarsstaðar, er hámark ósvífninnar gagnvart landsbyggðarfólki.
Það sýnir hinsvegar, að það hlýtur að styttast í því, að öllum verði gert jafnt undir höfði, þ.e. að allir verði látnir borga fyrir blaðið.
Ég er mest hissa á því, að þessu óréttlæti af hálfu blaðsins, skuli ekki hafa verið mótmælt kröftuglega á áberandi hátt.
Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2009 kl. 11:40
Öflugustu mótmælin væru fólgin í því að fyrirtæki á landsbyggðinni tækju saman höndum um að auglýsa alls ekki í blaðinu.
Björn Birgisson, 16.10.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.