15.10.2009 | 16:22
Ríkisstjórnin með allt á síðustu stundu
Skrifað var undir stöðugleikasáttmála Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambansins og ríkisstjórnarinnar fyrir tæpum fjórum mánuðum síðan og frá þeim tíma hefur ríkisstjórnin ekki staðið við eitt einasta atriði, sem að henni sneri í sáttmálanum.
Ríkisstjórnin lofaði að niðurskurður ríkisútgjalda skyldi nema 60% af fjárþörf næsta árs, en skattahækkanir skyldu ekki verða meiri en 40%. Með fjárlagafrumvarpinu var þessu algerlega snúið við og þar var boðuð aukning skattpíningar að upphæð 62 milljarðar króna á móti niðurskurði að upphæð 38 milljörðum króna.
Ríkisstjórnin ætlaði að gera sitt til að stýrivextir yrðu komnir niður fyrir 10%, fyrir 1. nóvember, en þeir hafa ekkert lækkað ennþá. Stjórnin lofaði að flækjast ekki fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, þar á meðal að greiða fyrir öllum framkvæmdum við orkuöflun og byggingu álvers í Helguvík og á Bakka við Húsavík, en það hefur allt verið svikið og flækjufóturinn settur fyrir allar tilraunir til að koma framkvæmdum í gang. Svona mætti áfram telja, lengi.
Nú eru öll mál varðandi stöðugleikasáttmálann komin í tímaþröng og aðeins vika til stefnu þar til ársfundur ASÍ verður haldinn og segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, af því tilefni: "Síðustu daga hefur verið unnið á grundvelli minnisblaðs sem SA og ASÍ lögðu fram um gang þeirra mála sem fjallað er um í stöðuleikasáttmálanum. Segir Vilhjálmur að þar komi fram að æði mikið sé útistandandi af því sem rætt var um að gera. Á þessari stundu sé langt í land að viðunandi niðurstaða fáist og því þurfi allir að búa sig undir þá hörmulegu stöðu að kjarasamningar verði ekki framlengdir."
Ætli ríkisstjórnin fari að vakna af Þyrnirósarsvefninum, eða ætlar hún að sofa í hundrað ár?
Nýja áætlun um afnám haftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.