15.10.2009 | 11:44
Berjast á "gagnlegum fundum"
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans með fyrirvörum á sumarþingi, eftir þriggja mánaða umfjöllun, sem endaði með því að ríkisstjórnin missti yfirráð sín á málinu, en nýr þingmeirihluti skapaðist um niðurstöðuna.
Eitt af skilyrðunum fyrir því að ríkisábyrgðin tæki gildi, var að Bretar og Hollendingar myndu samþykkja þá skriflega. Ríkisstjórninni var falið að annast það mál, en síðan hefur hvorki gengið eða rekið, enda sömu menn að ræða við þrælahaldarana og gerðu upphaflega samninginn, sem allir eru sammála um að hafi verið versti samningum Íslandssögunnar.
Hvernig á sama samninganefndin að geta horft framan í viðsemjendurna og útskýrt fyrir þeim, að nefndin sé heima fyrir álitin háðuglegasta og lélegasta samninganefnd sögunnar og sé komin til baka til að kynna þær endurbætur á samningsbullinu, sem Alþingi hafi komist að niðurstöðu um?
Að sjálfsögðu taka þrælapískararnir ekkert mark á þessari samninganefnd lengur, frekar en Íslendingar gera og því óskiljanlegt að ekki skuli skipuð ný nefnd til þessarar kynningar á fyrirvörunum.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið tugi "gagnlegra funda" með Bretum, Hollendingum, ESB og AGS, en enginn virðist taka hið minnsta mark á þeim, eða vilja slaka á sínum kröfum að neinu leyti.
En allar hafa þessar viðræður verið "afar gagnlegar" og vonandi kemur niðurstaða seinnipartinn í dag, á morgun, fyrir helgi eða mánaðamót.
Þetta hafa Íslendingar þurft að hlusta á í tvo mánuði og svo verður sjálfsagt eitthvað lengur.
Berjast til að ná Icesave-sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.