Hagar er orðið síbrotafélag

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Hagar skuli greiða 15 milljóna króna sekt, vegna brota á samkeppnislögum.  Brotið fólst í því, að Hagar ætluðu að ná undir sig þrotabúi BT verslananna fyrir lítið sem ekkert verð og sameinaði fyrirtækið Högum, án þess að tilkynna það og sækja um leyfi fyrir samrunanum til Samkeppniseftirlitsins.  Skömmu síðar var samruninn dæmdur ólöglegur af samkeppnisástæðum og þá hættu Hagar við kaupin á BT, enda ekki eins gróðavænlegt að halda þeim rekstri aðskildum frá drottnunarfélaginu Högum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Hagar fá dóm fyrir brot á samkeppnislögum og er þess skemmst að minnast að félagið fékk 315 milljóna króna sekt á árinu 2008 fyrir að misnota markaðráðandi stöðu sína í tilraun til að brjóta Krónuna á bak aftur, enda hafa Bónusfeðgar aldrei þolað neina samkeppni og hafa yfirleitt komist upp með að drepa af sér alla samkeppnisaðila með bellibrögðum.

Á máli lögfræðinnar myndi þetta kallast staðfastur brotavilji.

Þegar sýndur er staðfastur brotavilji, ætti það að kalla á hörð varnarviðbrögð.

Uppskipti á Högum er eina leiðin til að koma á eðlilegri samkeppni á smásölumarkaði.


mbl.is Hagar og Sena brutu samkeppnislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagar voru ekki að kaupa fyrirtækið BT heldur lagerinn og réttinn á vörumerkinu Fyrirtækið sem keypti BT merkið á endanum hefur mun stærri hlut á þessum markaði en Hagar nokkurntíman. Þeir eiga t.d. Heimilistæki, Sjónvarpsmiðstöðina, Tölvulistann, 50% í Max. Klárlega ofsóknir í garð Haga.

Freyr (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hver er núna að ofsækja smælingjana hjá Högum?  Varla er það Davíð Oddsson núna.

Svona varnarblogg fyrir Bónussakleysingjana undir dulnefni eru ekki trúverðug.  Þau eru í raun aumkunarverð, þar sem vitað er að Bónusveldið heldur úti mannskap til að vakta blogg um veldi þeirra og einmitt senda svona varnarræður undir dulnefni, eða nafnleysi.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þeir vilja bara fara að sínum einokunar lögum,skítt með önnur.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.10.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Sammála Axel, það eru margir lepparnir sem þeir hafa í hendi sér Baugsfeðgar.

Bragi Sigurður Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband