Rannsóknarskýrslan verði öllum aðgengileg

Störf Rannsóknarsnefndar Alþingis hafa reynst mun umfangsmeiri, en í fyrstu var talið og því þarf að framlengja frest hennar til að skila skýrslu sinni til 1. febrúar 2010.  Þetta hlýtur að benda til þess að enginn asi sé á störfum nefndarinnar og vandað sé til verka og er það auðvitað vel og þess virði að bíða þrem mánuðum lengur en áætlað var.

Samþykkja þarf ný lög um nefndina, til þess að unnt sé að framlengja störf hennar og mun það í undirbúningi hjá Alþingi, en það vekur athygli, að þingið skuli þurfa að skipa sérstaka þingmannanefnd, til þess að komast að niðurstöðu um hvernig Alþingi skuli fjalla um skýrsluna, þegar þar að kemur.

Af því tilefni er haft eftir forseta þingsins:  "Ásta Ragnheiður sagði, að á vettvangi forsætisnefndar og formanna þingflokkanna hefði verið fjallað um hvernig standa á að þinglegri meðferð á skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Samstaða sé um mikilvægi þess að sá farvegur verði markaður fyrir fram áður en skýrslan verður gerð opinber."

Ekki þarf síður að marka stefnu um hvernig skýrslan verður birt almenningi, því ekki verður þolað að skýrslan í heild, eða hlutar hennar verði meðhöndluð sem leyniplagg, sem ekki megi gera opinbert.

Skýlaus krafa er að hvert einasta atriði, sem nefndin verður áskynja um, verði opinberað.

Um annað verður enginn friður í þjóðfélaginu.


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef drjúgar efasemdir um að þessi skýrsla verði til nokkurs. Þetta er frekar einhver leið til að klóra yfir sekt í stjórnsýslunni ef nokkuð annað.  Það er engin ástæða til að ætla að þessi nefnd, sé ekki spillt líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Orðlaus af óhugnaði yfir hvernig íslensk stjórnvöld koma enn fram við þjóðina.

Það segir mér enginn, enginn að skýrslan sé ekki tilbúin,  Alþingi er ekki tilbúið og því er haldið áfram að plotta.

Skammarlegt, þessu ber að mótmæla af krafti.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.10.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nákvæmlega ekkert, sem gefur tilefni til slíkra bollalegginga fyrirfram.

Skýrslan fyrst, dómarnir um hana á eftir.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Erlent rannsóknarlið til landsins.

Spilling.  Stjórnvöld með fjórflokkinn í fararbroddi kaupa sér tíma. Ekki er ráðlagt að lýðurinn fái að sjá 10% spillingarinnar að svo stöddu. Hér á landi ríkir mikil óstjórn. Hrungerendur hafa haft tíma til að hylja sporin, en einhverjum verður þó fórnað. Ég spái því að þjóðin fái að sjá  um 10% spillingarinnar með störfum rannsóknarnefndar Alþingis.

 Hér á landi verður engin sátt nema að hingað streymi erlendir sérfræðingar til rannsókna á stærsta bankasvindli Evrópu.  JJB Sports í Bretlandi hefur fengið sérstakt rannsóknarteymi á sig enda eru þar Kaupþings bankamenn í flæktir í gerningum sem Bretar vilja rannsaka ofaní kjölinn. Það myndi ekki geta gerst á Íslandi, þar sem fjórflokkurinn verndar "sitt fólk".  Bretar beita Landsbankann og Kaupþing hryðjuverkarlögum, við vitum ekki enn vegna hvers. Hvað er í gangi. Er ekki hægt að segja þjóðinni frá sannleikanum, er hann svo svakalegur? Niður með fjórflokkinn, byltingu strax.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 14.10.2009 kl. 14:39

5 identicon

Þau hefðu vel getað skilað áfangaskýrslu. Það dettur engum í hug að þau komio með ENDANLEGA skýringu á hruninu.

Þetta er fyrirsláttur í nefndinni eða aumingjaskapur.

ragnar (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband