Stórtíðindi: Bretar og Hollendingar ráða afgreiðslu AGS

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, segist vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum í dag vegna síðustu grátbeiðnar sinnar um örlítið minni höggþunga gaddasvipunnar, svo hann geti skriðið með blóðugan afturendann inn á Alþingi, til að þvinga þar í gegn þær kröfur sem húsbændur hans, þrælahaldararnir í London og Amsterdam, gera í Icesave málinu.

Merkustu tíðindin í langan tíma koma fram í efirfarandi yfirlýsingu Steingríms J., en hún hljóðar svona:  „Það verða breytingar sem leiða af efnahagslegu fyrirvörunum sem alþingi setti. Og hvernig gengið verður frá þeim og greiðslutryggingum í samræmi við þá. Það eru lagaleg atriði sem hafa staðið í mönnum. Þættir er eins og hvernig verði háttað samskiptum aðila í framhaldinu, viðræður og annað slíkt. Og svo náttúrulega vita allir að endurskoðun okkar mála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa verið þarna uppi á borðum líka.“

Þar með viðurkennir fjármálajarðfræðingurinn, að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS, sé hluti af Icesave viðræðunum við Breta og Hollendinga.  Þetta hefur aldrei komið fram áður, þ.e. að endurskoðunin skuli beinlínis vera hluti af samningum um Icesave skuldir Landsbankans, sem var einkabanki og á ekki að koma ríkissjóði, eða íslenskum skattgreiðendum neitt við.

Heimspressan hlýtur að taka eftir þessum ummælum fjármálajarðfræðingsins, því þetta er í fyrsta skipti, sem fram kemur hvernir stjórna AGS beint og óbeint, til að kúga þjóðir, sem þrælaherrunum eru ekki þóknanlegar.

 


mbl.is Málin að komast á lokastig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta hefur legið fyrir lengi, að þessi tvö mál væru nátengd í hugum viðsemjenda. Hinsvegar er vissulegast ánægjulegt að íslenskir stjórnmálamenn skuli vera farnir að tala um það tæpitungulaust. Fyrir þá sem þekkja til sögunnar og vinnubragða alþjóðlegra fjármálastofnana eru þetta hinsvegar engin stórtíðindi, heldur frekar staðfesting á því sem lengi hefur verið vitað.

Áfram Ísland! Ekkert ESB eða IceSave og AGS burt!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2009 kl. 17:53

2 identicon

Við verðum að semja. Við eigum ekki séns annars. Enn það eru og verða alltaf til kjánar sem ekki geta skilið það að við erum 300 hræður hérna og við getum ekki tekið á móti þessum miljóna þjóðum. Semja og komast á stað aftur það er það sem þarf að gera.

óli (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stóru tíðindin í þessari yfirlýsingu Steingríms J., er að það þurfi að semja við Breta og Hollendinga um endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og AGS. 

Hingað til hefur aldrei verið viðurkennt, eða skýrt frá því að þá endurskoðun þurfi að ræða beint við einstök ríki, sem eru aðilar að AGS. 

Fólk hefur verið látið halda, að um þá endurskoðun væri rætt milliliðalaust við starfsmenn og stjórn AGS.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband