Landsbankann til almennings

Loksins er farið að sjá fyrir endann á endurskipulagningu nýju bankanna og vonandi munu kröfuhafar yfirtaka Nýja Kaupþing og Íslandsbanka, en ríkið mun koma til með að eiga um 80% hlutafjár í NBI hf.  Uppgjör vegna NBI hf. byggist á fjárframlagi frá ríkinu og síðan gefur NBI hf. út risastórt gengistryggt skuldabréf, til tíu ára, til Landsbankans, sem bankinn getur svo notað til að greiða upp í Icesave skuld sína.

Með þannig reikningskúnstum er hægt að láta líta út fyrir að "aðeins" 75 milljarðar, að viðbættum 250 milljörðum króna í vexti, muni lenda á skattgreiðendum hér á landi.  Þessi viðmiðun verður svo notuð til að knýja nýtt Icesave frumvarp í gegn um Alþingi og vegna tímaskorts mun það verða keyrt í gegn á mettíma, eftir næturfundi.

Þar sem búið er að gefa lánadrottnum Gamla Kaupþings og Glitnis færi á að hirða Kaupþing og Íslandsbanka upp í kröfur sínar, er ekki nema sanngjarnt að Íslendingar fái NBI hf. upp í þær greiðslur, sem þeir verða píndir til að borga í Icesaveruglinu með sköttum sínum á næstu áratugum.

Ríkið á að skipta hlutafé NBI hf. á milli allra íslenskra skattgreiðenda, í hlutfalli við skattgreiðslur þeirra á næstu þrem árum og einkavæða bankann með því móti.

Það gæti sætt skattgreiðendur betur við þrældóminn vegna Icesave.


mbl.is Gylfi: Ánægja með lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband