12.10.2009 | 22:11
Vel tímasettir útreikningar
Nýbúið er að birta skýrslur frá Fjármálaráðuneytinu sem útlista þann ömurleika, sem bíða Íslendinga ef ekki verður gengið að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. Þá mun allt nánast leggjast í rúst í landinu, atvinnuleysi rjúka upp úr öllu valdi, matsfyrirtæki munu setja landið í ruslflokk, engin lán fást frá útlöndum og sultur og seyra blasa við hverju heimili landsins.
Nú eru birtar þær stórkostlegu fréttir, að áætlað sé að 90% muni fást upp í forgangskröfur Landsbankans og þar með muni ekki nema 75 milljarðar króna falla á ríkissjóð vegna Icesave, að viðbættum smávægilegum vöxtum. Ekkert er að vísu minnst á það smáatriði, að fram að þessu hafa allar áætlanir hljóðað upp á 600 ti 1.000 milljarða króna og ekkert útskýrt hvernig mismunurinn gufaði upp. Það er náttúrlega bara aukaatriði.
Allir eiga að sjá það í hendi sér, að algert óráð væri að mótmæla nokkrum kröfum þrælapískaranna fyrir svona skítterí, eins og 75 milljarðar eru, með örlitlum vöxtum. Einhvern næstu daga verður samkvæmt þessu einfalt og fljótlegt að renna í gegnum Alþingi nýjum lögum, til að tryggja velmegun þjóðarinnar til frambúðar, með staðfestingu upphaflega Svavarssamningsins.
Spunameistarar ríkisstjórnarinnar hljóta að vera ánægðir með vel unnin störf, eftir þessa fréttafléttu sína.
Þei hljóta að trúa því, að lýðurinn kokgleypi þetta alveg hrátt.
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel.
Ég hef skilið það svo varðandi Icesave að heildarskuldbindingin gæti verið um 700 til 800 milljarðar en á móti komi eignir sem gætu numið um 80 til 90 % af þeirri upphæð. Varðandi vextina þá eru líka vextir á lánum í lánasafni Icesave, (Landsbanka) þó ef til vill lægri.
Ef þetta er rétt hjá mér þá er þetta ''Icesave tap'' um 0,75% af því tapi sem fjármagnseigendur, innlendir sem erlendir töpuðu á útrásardólgunum en fær 90% af umfjölluninni!!.
Bragi Sigurður Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 02:34
Það er alveg rétt, Icesave eru smáaurar miðað við þá upphæð sem t.d. erlendir kröfuhafar bankanna munu tapa, en það verður upphæð sem nemur a.m.k. fimm- til sexfaldri landsframleiðslu. Þá er allt eftir sem íslendingar hafa tapað á þessum rugludöllum.
Axel Jóhann Axelsson, 13.10.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.