Hringdansarinn Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, fer heilan hring í svari sínu til norska retmiðilsins ABC Nyheter, þegar hún segir að gott væri að fá lán frá Norðmönnum, sem ekki væri tengt Icesave, en hinsvegar þurfi Íslendingar ekki á slíku láni að halda, af því að þeir séu búnir að semja um nógu mikið af lánum sem tengjast Icesave.

Orðrétt hefur netmiðillinn þetta eftir forsætisráðherralíkinu:  „Vissulega hefði verið þýðingarmikið að hafa aðgang að láni af stærðargráðunni 100 milljarðar norskra króna, einkum ef það væri ekki tengt Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. En ekkert bendir til þess, að við þurfum stærri lánapakka en þann sem þegar hefur verið samið um." 

Eins og allir vita, hefur ekki verið samið um nein lán, sem ekki tengjast Icesave og AGS.

Jóhönnu hefur oft tekist vel upp í ruglinu og þarna bregst henni ekki aulagangurinn, eins og hennar var von og vísa.  Varla er hægt að dansa hringdansinn af meiri krafti en þetta.

Er einhver hissa á því lengur, að gert sé grín að Íslendingum í útlöndum og ríkisstjórnin höfð að háði og spotti, nánast hvar sem um hana er fjallað?


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi þá fékk ég bílinn aldrei lánaðann !

Í öðru lagi þá var framrúðan þegar brotin þegar ég fékk hann !

og í þriðja lagi þá var allt í lagi með framrúðuna þegar ég skilaði bílnum aftur !!

Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:27

2 identicon

Aumingja konan ræður kannski einfaldlega ekki við álagið. Kannski þarf hún fleiri fjölmiðlafulltrúa og einhverja  á skrifstofuna til að fara betur yfir það sem hún sendir frá sér. 

Með smá góðvild er samt kannski hægt að tengja saman það sem þú citerar eftir henni :  Eitthvað á þá leið að; það hefði getað verið þýðingarmikið að hafa  haft  "aðgang"  að láni sem hefði ekki verið tengt Icesave eða IMF en við séum nú búin að semja um  "lánapakka" sem ættu að duga (og við vitum að enginn vilji hvort sem er gefa okkur "aðgang" að meiri aur).

Í öllu , og blessunarlegu, falli virðist allt í fínu með samband Jóhönnu og Norsarans, hvað sem hann nú heitir.  Hann veit að hún er tilbúin  til að fyrirgefa honum þó hann hafi ekki sett aur í baukinn hjá Framsóknarsmölunum.

PS: Ég hef engar áhyggjur af því  þó einhverjir í útlöndunum geri grín að okkur. Það gæti  komið okkur á forsíður  heimsblaðanna og hugsanlega aukið ferðamannastrauminn hingað.  Kíktu bara á seinustu færslu Láru Hönnu. Þar er sönnun þess að Iceland er á góðri leið með að verða þekkt "merki" í útlöndum.   

Kveðja       

Agla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:45

3 identicon

Agla.

Aumingja konan! Þessi Norn er búinn að hanga á þingi þriðjung úr ÖLD.

Ef hún stenst svo ekki álag þá á hún ekki heima á þingi.

Það að skrifa til annars ráðamanns í Noregi með (eins og norkir fjölmiðlar kalla það) "Beiðni um neitun" og þess fyrir utan að rægja bæði Framsókn og systurflokk þeirra í Noregi á sama tíma og hún sakar aðra um skotgrafahernað!

Það er bara að sýna sig að Neikvæða Nornnin er okkar stærsta efnahagsvandamál!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband