10.10.2009 | 12:46
Fokið í flest skjól ríkisstjórnarinnar - ef ekki öll
Fokið er í flest skjól ríkisstjórnarinnar, þegar stærstu verkalýðsfélögin eru farin að álykta gegn "norrænu velferðarstjórninni", sem þykist bera hag hinna verst settu sérstaklega fyrir brjósti, en allar gerðir hennar eru hins vegar til þess fallnar, að auka á þjáningu, atvinnuleysi og vonbrigði þjóðarinnar.
Ástandið er orðið verulega alvarlegt, þegar Starfsgreinasambandið, undir forystu Samfylkingarmanna, sendir frá sér harðorða ályktun þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að berjast gegn atvinnuuppbyggingu og eyðileggingu stöðugleikasáttmálans.
Í ályktuninni segir m.a: "Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda gengur erfiðlega að hrinda í framkvæmd mörgum af þeim brýnu málum sem aðilar sáttmálans sannmæltust um. Vextir eru enn háir, verðbólga mikil, gengið veikt og ennþá bólar lítið á þeim fjárfestingum sem tryggja áttu nýja sókn í atvinnumálum. Allt þetta kann að leiða til þess að kjarasamningar verði í uppnámi um næstu mánaðarmót."
Þetta eru stór orð, en ennþá er hnykkt á gagnrýninni í ályktuninni: "Mikilvægt er að ríkisstjórnin sýni að henni sé alvara í því að efla hér atvinnu með því að stuðla að fjárfestingum í atvinnulífinu. Það er ekki ásættanlegt að ráðherrar í ríkisstjórninni vinni gegn stöðugleikasáttmálanum og leggi steina í götu stórframkvæmda."
Þegar "stuðningsmenn" ríkisstjórnarinnar álykta á þennan veg, er stjórnin komin á algeran berangur og hefur ekki lengur í nein skjól að leita.
Stefnir í skelfilegri stöðu segir Starfsgreinasambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og sést ef þessi ályktun er lesin þá er þar stór sneið til þeirra, sem hafa veirð að tefja framgang Icesave samningsins. Þær tafir, sem hafa orðið á að gengið sé frá honum hafa valdið miklum skaða. Formaður Samtaka atvinnulífsins sagði í viðtali um daginn að þessar tafir væru farnar að kosta meira en við mögulega gætum sparað okkur með því að ná fram eitthvað betri samning að lokum.
Megið þeir hafa skömm fyrir, sem hafa tafið þetta mál til þess eins að slá sig til riddara.
Sigurður M Grétarsson, 10.10.2009 kl. 17:57
Sigurður, hverjir erju það,sem hafa tafið þetta mál til þess eins að slá sig til riddara? Ég hef ekki orðið var við annað en að allir sem berjast gegn Icesave þrælasamningnum, geri það vegna hagsmuna þjóðarinnar og vilji varna því að hún verði skuldsett til áratuga fyrir skuldum sem hún ber enga ábyrgð á og er ekki í ábyrgð fyrir, samkvæmt tilskipun ESB.
Þú ættir að hafa verulegar áhyggjur, þegar jafnvel Samfylkingarmennirnir í Starfsgreinasambandinu eru farnir að álykta, eins og þeir gera núna. Það hlýtur að hafa verið þeim erfitt, en auðvitað gátu þeir ekki orða bundist.
Megi þeir hafa skömm fyrir, sem tefja og berjast gegn atvinnuuppbyggingu í landinu. Það sísta sem þeir gera með því, er að slá sig til riddara.
Axel Jóhann Axelsson, 10.10.2009 kl. 18:27
Axel. Það eru einmitt þeir, sem eru að leggja stein í götur þess að Icesave samningruinn sé kláraður, sem eru að tefja fyrir atvinnuppbyggingu í landinu. Það er forsenda þess að við getum farið að koma okkur upp úr kreppunni að klára það mál. Kostnaðurinn við að gera það ekki er meiri en kostnaðurinn við að gera það.
Það er til málsháttur, sem er svona. "Lífið er ekki sanngjarnt, lærðu að lifa með því". Við stöndum einir í þessu og höfum aðeins val um að taka þessu eins og hverju hundsbiti eða lenda í verulegum vandræðum í samskiptum við aðrar þjóðir. Menn verða að kunna að lágmaka tapið. Þar að auki er það engana vegin ljóst hvort lögin eða tilskipanir ESB séu með okkur eða á móti. Vilji menn láta reyna á þetta fyrir dómi, ef dómstóll finnst, þá verða menn að vera tilbúinir til að tapa því mál og að sjálfsögðu verða menn að hafa efni á að tapa því máli. Það er ástæða fyrir því að menn semja oft um mál þó þeir telji lýkur á að þeir gætu náð betri árangri með málaferlum.
Það eru einnig aðrar hliðar á þessu máli. Það eru fórnarlömb okkar banka, sem urðu fleiri vegna þess að við skitum í brækurnar hvað varðar efitlit með okkar bönkum.
Sigurður M Grétarsson, 11.10.2009 kl. 10:14
Hvers vegna vilja Bretar og Hollendingar alls ekki samþykkja fyrirvarann um að Íslendingar áskilji sér rétt til að láta reyna á greiðsluskylduna fyrir dómstólum? Auðvitað er það af því, að þeir eru hræddir um að tapa slíku máli. Ef þeir væru vissir um að vinna slíkt mál, væru þeir ekki að berjast fyrir því núna, að fá þann fyrirvara út úr fyrirvörunum. Finnst þér það ekki benda til veiks málsstaðar þeirra?
Okkar eftirlit með bönkunum stóð sig alls ekki sem skyldi, en ábyrgð eftirlitskerfis hinna landanna stóð sig litlu betur.
Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2009 kl. 12:37
Það er alveg rétt hjá þér að eftirlitskerfi hinna landanna stóðu sit litlu betur en okkar. Þau lönd höðu hins vegar minni möguleika að bregðast við þar, sem EES samningurinn bannaði það enda málið á ábyrgð okkar Íslendinga samkvæmt samningnum.
Ég vil svo aðeins benda á eitt atriði varðandi Icesave. Með neyðarlögunum ákváðum við að íslenskir innistæðueigendur fengu allt sitt í topp án þess að bæta peningum inn í þrotabú Landsbankans til að mæta þeim aukakostnaði. Þetta er því tekið frá öðrum innistæðueigendum. Við skuldum því þann pening inn í þrotabúið jafnvel þó við fáum staðfest að við berum ekki ábyrgð á skuldbingingum innistæðutryggingasjóðsins. Það eru talsverðar upphæðir. Ég hef útskýrt þetta á bloggsíðu minni og er hægt að sjá það hér:
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/945605/#comments
Sigurður M Grétarsson, 12.10.2009 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.