Í greipum vinstrimanna

"Við erum í höndum visnstrimanna og við vitum öll hvað þeir vilja gera við landið.  Við vitum að 72% fjölmiðlanna eru til vinstri.  Þjóðmálaþættir og aðrir þættir í ríkissjónvarpi sem almenningur borgar fyrir eru til vinstri."

Þegar þessi orð eru lesin, er fyrsta hugsunin sú, að einhver Íslendingur sé að lýsa ástandinu hérlendis, en svo er ekki, heldur er það forsætisráðherra Ítalíu sem talar.   Fjölmiðlalandslagið er greinilega líkt með löndunum tveim, þó annað sé í suðuhluta Evrópu, en hitt lengst í norðri.

Íslendingurinn hefði reyndar bætt því við, að allt atvinnulífið væri að komast í hendur vinstri manna og þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stæði, til að drepa niður það litla sem eftir er af lífsneista þeirra fyrirtækja, sem ekki eru nú þegar komin í þeirra umsjá.

Eina ríkisstjórnin á vesturhveli jarðar sem virðist viljandi vera að lengja kreppuna og dýpka hana, situr á Íslandi, enda athlægi um víða veröld. 

 


mbl.is Í greipum vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Hann hefði getað verið að tala um Spegilinn. Eða fréttastofu Rúv. En þetta væri allt í lagi, fjölmiðlar mega vera hvar sem þeir vilja á hægri vinstri skalanum fyrir mér ef það er uppi á borðinu. Stóra vandamálið er að sumir fjölmiðlar þykjast, og hafa þá ímynd að, vera hlutlausir. Þeir sigla undir fölsku flaggi.

Örvar Már Marteinsson, 8.10.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eruð þið að verja fasistatilburði sem að birtast með þeim hætti að forseti setur lög þess eðlis að hann geti ekki verið saksóttur? Reyndar hefur Davíð Oddsson talið þennan mann til vina sinna, sem að útskýrir hugmyndaheiminn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.10.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnlaugur, þú verður að fara að leita þér einhverrar hjálpar við þessu Davíðsheilkenni.

Axel Jóhann Axelsson, 9.10.2009 kl. 08:13

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er góður Axel, takk fyrir. En mér finnst samsvörun milli persónudýrkunar á Ítalíu og Íslandi. Hún er sjúkleg og andstæð lýðræðinu. Það þarf að vinna gegn henni. Að sjá vinstri menn allsstaðar og telja það orsök allra meina er einfaldlega birting á fordómafullum viðhorfum þess sem skrifar. Mbk

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.10.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnlaugur, þessi greining þín á líka listavel við þá, sem eru haldnir Davíðheilkenninu.

Axel Jóhann Axelsson, 9.10.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband