Ráðherrar tala út og suður í sama viðtalinu

Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, voru í viðtali við BBC í tilefni af ársafmæli hrunsins og töluðu út og suður, eins og þeirra var von og vísa.

Jóhanna sagði, eins og venjulega, að eina bjargráðið væri ESB og þar með Evran, en Steingrímur J. reynir að klóra í bakkann, með því að vitna í "suma" um að aðalbjargvætturinn í þessu ástandi væri krónan, eða eins og segir í fréttinni:  "Jóhanna, sem talar íslensku í fréttinni, segir m.a. að það sé mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá sem fyrst aðild að Evrópusambandinu. Steingrímur svarar m.a. spurningu um evruna og segir að sumir telji, að sveigjanleiki íslensku krónunnar kunni að hjálpa til þegar Íslendingar vinna sig út úr kreppunni."

Vonandi hefur ruglið í Jóhönnu ekki verið þýtt á ensku fyrir Bretana, enda ekki víst að þeir hefðu skilið það, hvort sem var.

Stefna Samfylkingarinnar er óskiljanleg á hvaða tungumáli sem er.


mbl.is Ísland í brennidepli á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún talar samfylkingsku

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband