Alþjóðavæðing Samfylkingarinnar

Árni Páll Árnason, ESB- og félagsmálaráðherra hélt hátíðlega ræðu á þingi Starfsgreinasambandsins og beindi máli sínu fyrst og fremst til Samfylkingarfélaga sinna, sem þar sátu, enda ekki margir aðrir, sem taka Árna mjög alvarlega.  Helsta hvatning Árna til félaganna hljóðaði svo:  „Barátta fyrir alþjóðavæddu atvinnulífi og samvinnu við nágrannaríki er hin nýja stéttabarátta vorra tíma – barátta okkar fyrir öruggri lífsafkomu, áhrifum og jafnrétti.“ 

Þó þingfulltrúar hafi sjálfsagt ekki hlegið upphátt undir ræðu Árna, af kurteisisástæðum, hefur áreiðanlega mörgum verið hlátur í hug, ekki síst við þennan kafla ræðunnar:  „Við stöndum á tímamótum. Í efnahagslífi okkar í dag erum við að fást við efnahagslegt ójafnvægi sem stafar fyrst og fremst af því að innviðir samfélagsins – og þá sérstaklega gjaldmiðillinn – eru ekki nógu sterkir til að bera alþjóðavæðingu hluta efnahagslífsins. Bankakerfið og viðskiptalífið reyndist of opið og of stórt fyrir þennan litla gjaldmiðil."

Ekki verður annað skilið af þessum orðum Árna, en að bankarnir og útrásin stæðu enn í miklum blóma, eingöngu ef Ísland hefði verið komið í ESB og búið að taka upp Evruna.  Þá hefðu krosseignatengsl, að ekki sé talað um krossskuldatengsl, ekki skipt neinu máli og banka- og útrásargarkar væru enn að leggja undir sig lönd og álfur, eins og ekkert hefði í skorist.  

Bankar og efnahagslíf í Evrulöndum hafa gengið í gegnum miklar hremmingar undanfarin misseri og eingöngu geysisterkir ríkissjóðir í sumum landanna hafa bjargað mörgum bönkum frá sömu örlögum og þeir íslensku lutu.  Árni Páll hefur ekkert um þetta frétt og vill endilega endurreisa banka- og útrásarruglið með nýjum gjaldmiðli.  Jafnvel með inngöngu í ESB, fengist sá gjaldmiðill ekki fyrr en eftir áratugi, en það stoppar ekki Árna Pál í fagurgalanum.

Alltaf léttur og fyndinn, hann Árni Páll.  Það má hann eiga.

 


mbl.is „Nú þarf að velja rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband