Útskýring Kristjáns mistókst

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, var að flytja pólitíska barátturæðu fyrir endukjöri sínu í embætti og eins og vinstri manni sæmir, falsar hann allar staðreyndir um orsök fjármálahrunsins á síðasta ári og kennir "frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga" um hvernig fór.

Ekki útskýrir hann það nánar, eða sýnir fram á hvaða hugmyndafræði brást, því efnahagshrunið einskorðast ekki við Ísland, heldur varð það um nánast allan heim og hvergi annarsstaðar í veröldinni, en á Íslandi, dettur nokkrum manni í hug að kenna stjórnmálamönnum, hvað þá einstökum stjórnmálaflokkum um ástandið, enda ríkisstjórnir samsettar úr öllu litrófi stjórnmálanna við völd í hinum ýmsu löndum.

Það sem var verra hér á landi, en vísast annarsstaðar, var að stærstum hluta banka- og braskfyrirtækja var stjórnað af sið- og lögblindum glæframönnum, og starfsemi þeirra má helst líkja við skipulagða glæpastarfsemi erlendis, eins og Mafíuna og önnur slík glæpafélög, sem fæst eru þó skráð sem hlutafélög, eða einkahlutafélög, eins og þau Íslensku.

Að bendla slíka starfsemi við pólitík er gjörsamlega út í hött og þeim til skammar, sem það stunda.

Formaður Starfsgreinasambandsins er maður að minni eftir þessa framboðsræðu.

 


mbl.is „Tilraunin mistókst“ með herfilegum afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband