Gagnlegur þingflokksfundur

Ráðherrar draugaríkisstjórnarinnar hafa átt "gagnlega fundi" út um allar jarðir undanfarið, eins og bloggað var um hérna fyrir stuttu, en árangur "ganglegu fundanna" hefur enginn orðið, annar en sá að það þurfi að halda fleiri "ganglega fundi".

Í gærkvöldi hélt þingflokkur VG afar "ganglegan" fund um þá "gagnlegu" fundi sem Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, átti við hina ýmsu fulltrúa herraþjóðanna, Breta og Hollendinga, og virðist niðurstaða þeirra allra hafa verið sú, að funda þyrfti fljótlega aftur, til að reyna að þoka málum áfram.

Svipuð niðurstaða varð á þingflokksfundi VG, eða eins og Ögmundur, brottrekinn heilbrigðisráðherra, sagði eftir fundinn:  "Aðspurður sagði hann þó að ekkert nýtt hefði komið fram á fundinum sem gerði honum auðveldara að styðja málstað ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu. „Nei, það var ekki. En það var heldur ekkert sem kom fram sem gerði málið verra í mínum augum.“

Ekki er hægt að lýsa niðurstöðu "gagnlegs" fundar betur en þetta.


mbl.is „Búið að lægja ólguna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðstu fyrir miklum vonbrigðum að ekki tókst að sprengja ríkisstjórnina?

Ína (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ína, nei í raun veldur það ekki vonbrigðum, því það sem þjóðfélagið þarnast síst núna er stjórnarkreppa ofan á allt annað sem hrjáir, nú um stundir.

Það þarf sterka stjón, en því miður er núverandi ríkisstjórn alls ekki nógu sterk, til þess að leiða þjóðina út úr vandamálunum.  Hún er í hálfgerðri upplausn og það eykur bara á vandann og dýpkar því kreppuna, sem skellur af fullum þunga á þjóðinni með skattahækkanabrjálæðinu um árámótin.

Ríkisstjórnin er raunverulega dauð og orðin að draugastjórn.

Við það magnast upp myrkfælni.

Axel Jóhann Axelsson, 8.10.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband