4.10.2009 | 12:35
Sanngjörn leið til jöfnunar afborgana
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur hrakist úr einu víginu í annað, vegna skulda heimilanna. Fram eftir öllu ári hélt hann því fram, að ekkert væri hægt að gera til að létta greiðslubyrði lána, en smátt og smátt hefur hann komist að þeirri niðurstöðu, sem var í raun lögleidd af fyrri ríkisstjórn á fyrra ári, að lausnin væri að færa afborganir í sama horf og þær voru í fyrravor og miða síðan við greiðslujöfnunarvísitölu, sem tekur mið af launa- og atvinnustigi í landinu á hverjum tíma.
Þetta er sanngjörn leið, því hún dreifir afborgununum í takt við launa- og atvinnuþróun, sem líklega mun leiða til þess, að allir geti greitt skuldir sínar á lánstímanum, a.m.k. húsnæðislánin, en ólíklegt er að allir jeppar, húsvagnar, húsbílar og vélsleðar greiðist að fullu á lánstímanum, að viðbættum þeim þrem árum, sem lánstíminn mun lengjast.
Þeir, sem "endurfjármögnuðu" íbúðalánasjóðslánin sín með nýjum og miklu hærri erlendum lánum, munu líklega þurfa að borga leikföngin með íbúðalánunum á lánstímanum og munu ekki fá hluta kaupverðs þeirra eftirgefin, eins og hinir, sem tóku sérstök erlend lán til kaupanna.
Að sjálfsögðu munu þeir skuldsettustu ekki sætta sig við þessa leið, þar sem "greiðsluvilji" þeirra er ekki lengur fyrir hendi og þeim finnst sjálfsagt að almennir skattgreiðendur taki á sig hluta af skuldunum.
Þessi leið er hinsvegar sanngjörn í ljósi þeirra gömlu og góðu gilda, að þeir sem taka lánin, endurgreiði þau sjálfir, en láti þau ekki falla á aðra.
Gott til skamms tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.