Ráðherrann sem stjórnaði byltingunni

Álfheiði Ingadóttur, nýjum heilbrigðisráðherra, er óskað velfarnaðar í starfi, en hins vegar er ekki hægt að óska þjóðinni til hamingju með þennan einstakling í ráðherrastóli, því Álfheiður er hreinræktaður kommúnisti af gamla skólanum, sem hún fer hreint ekki leynt með sjálf, og hún var ein af þeim sem stjórnuðu ofbeldisseggjum búsáhaldabyltingarinnar bak við tjöldin, en þó ekki með meiri leynd en svo, að hún sendi þeim bendingar úr gluggum Alþingishússins um hvar best væri að gera atlögu að húsinu hverju sinni.  Einnig réðst hún sjálf á lögreglumenn, sem unnu skyldustörf sín af kostgæfni í kjallara Alþingishússins.

Slíkri manneskju er ekki hægt að fagna þegar hún er sett til æðsta embættis innan heilbrigðiskerfisins.  Stólinn hlýtur hún að hafa keypt með loforði um að styðja ríkisstjórnina við eitt lögbrotið enn, þ.e. að ganga gegn lögum Íslands með því að semja upp á nýtt um ríkisábyrgðirnar á Icesave skuldum Landsbankans.

Í fyrstu grein lagann um ríkisábyrgðina segir að fyrirvararnir skuli kynntir fyrir Bretum og Hollendingum og ríkisábyrgðin muni taka gildi, þegar þeir hafi samþykkt þá.  Hvergi í lögunum er ríkisstjórninni gefið umboð til að endursemja um fyrirvarana, en það er einmitt sú lögleysa, sem hrakti Ögmund úr embætti og með stuðningi við þetta lögbrot er Álfheiður að taka við.

Ríkisstjórn, sem brýtur lög frá Alþingi, á sér ekki langa framtíð.

 


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég segi nú bara eins og sumir: "guð blessi Ísland".

corvus corax, 1.10.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er falleg ósk til landsins og ekki síður þjóðarinnar. 

Hún á vel við, hvenær sem er, ekki síst á erfiðleikatímum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guð blessi þá sem vilja ekki gera þjóðina að Ísþrælum með því að leggja Ísklafa á börnin okkar.

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 08:58

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Geisp....

hilmar jónsson, 1.10.2009 kl. 09:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, þú verður að leggja þig aftur.  Svo þarftu að venja þig á að fara fyrr að sofa á kvöldin.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2009 kl. 09:27

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég held þú hafir bara ekki hundsvit á því sem þú ert að segja.

En ég veit að Álfheiður hafi það ekki heldur, þannig að þið eigið vel saman.

Hún stýrði ekki einu eða neinu, enda langsamlega flestir mótmælendurnir að mótmæla spillingunni innan flokkakerfisins og núverandi skipulags. Það voru hinsvegar sjálfsskipaðir spékúlantar sem sátu heimafyrir og eignuðu vinstriflokkunum þessi mótmæli, jú, svo og Álfheiður sem í heimsku sinni hélt virkilega að mótmælin væru pro-vg.

Eftir að mótmælin voru eignuð vinstriflokkunum fór allt í handaskol og jólasveinar sem virkilega létu glepjast af gamla fjórflokknum rauk til og kaus annan þeirra flokka sem var við völd þegar hrunið var við völd og svo gamla komma.

Hvað varðar ofbeldið, þá var ég þarna í fremstu línu allan tíman og fyrstu 'ofbeldisseggirnir' voru einkennisklæddir varðhundar núverandi skipulags sem börðu á saklausum konum og börnum fyrir það að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til mótmæla. Þegar sauð uppúr voru það ópólítískir einstaklingar tengdir undirheimunum sem ætluðu í skjóli fjöldans að fá að lumbra á téðum varðhundum. 

Aðgerðarsinnarnir sem þú minnist á - og jú ég telst meðal þeirra þó ég sé ekki sammála öllum - stukku til og vörðu lögregluþjóna með því að stilla sér upp milli grjótkastara og lögreglu. Hvernig veit ég það? Því ég var einn af þeim fyrstu til þess að stilla mér svo upp..

Ég held þú skiljir ekki heldur hugtakið ofbeldi. 

Það að skemma hurð eða glugga er ekki ofbeldi. Það að kasta eggjum er ekki ofbeldi. Það að sprauta eiturefnum svosum táragasi og piparspreyi, berja fólk með kylfum og skjöldum er ofbeldi.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.10.2009 kl. 12:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

J. Einar Valur, það er gott fyrir þá, sem ekki hafa hundvit á einu eða neinu, að eiga menn eins og þig að.  Menn sem hafa höndlað hinn eina sannleika.

Fyrst þú varst á staðnum og varðir lögregluna svona vel, hlýtur þú að vita hvers vegna hún þurfti að grípa til piparúðans til þess að verja sjálfa sig og þinghúsið.  Það var hreint ekki bara svokallaður undirheimalýður sem gerði aðsúginn að laganna vörðum.

Hvað er annars maður, án hundvits, að tjá sig um þetta?

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2009 kl. 13:17

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það vita það allir sem voru á svæðinu að það var undirheimafólk sem átti eitthvað sökótt við laganna verði sem voru með grjótkast gegn þeim og kannski örfáir aðrir vafasamir karakterar, kjánalegt að reyna að klína ofbeldinu á þorra mótmælenda sem voru aðeins að nýta sjálfsagðan rétt sinn til að mótmæla spillingu og getuleysi þáverandi stórnvalda.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Axel, ég var þarna og lögreglan beitti spreyinu gegn fólki að fyrra bragði. Eins handleggsbraut hún mann sem stóð kyrr fyrir framan Alþingishúsið algjörlega honum að ósekju.

Þú varst ekki þarna, en ég var það, en augljóslega veist þú betur en ég hvað fór þarna fram, ekki satt?

Ertu í klíku með Þórarni miðli eða hvað?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.10.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband