28.9.2009 | 10:10
Aumkunnarverður félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er á harðahlaupum undan eigin aðgerðarleysi við vanda skuldugra heimila, en hann hefur ávallt lagt þunga áherslu á, að alls ekki sé mögulegt að fara út í almennar aðgerðir vegna skuldavandans, heldur verði að meta hvert tilfelli fyrir sig og aðeins eigi að leysa vanda þeirra, sem nánast séu gjaldþrota.
Framsóknarmenn lögðu fram tillögur um það strax í Febrúar s.l., að farið yrði í almenna skuldaleiðréttingu um 20% og síðar kom Tryggvi Þór Herbertsson fram með svipaða tillögu. Þetta hefur Árni Páll og ríkisstjórnin allaf sagt að sé óframkvæmanlegt og alls ekki viljað ræða nokkra einustu útfærslu á þvílíkum hugmyndum.
Nú, eftir mikinn þrýsting Hagsmunasamtaka heimilanna og fleiri aðila, er Árni Páll skyndilega dottin niður á þá lausn, að lækka allar skuldir um 25% og virðist sjálfur halda, að hann hafi fundið upp þessa aðferð til skuldaleiðréttingar. Eins og venjulega, þegar eitthvað heyrist frá ríkisstjórninni, þá er málið um það bil að leysast, en það á auðvitað eftir að útfæra hvernig á að framkvæma hlutinn.
Frakvæmdakvíði, hugmyndaleysi og tafastefna ríkisstjórnarinnar í öllum málum, er við það að koma af stað nýrri kollsteypu í efnahagslífinu.
Allar aðgerðir koma fram seint og illa og þær, sem helst þyrfti til að komast út úr kreppunni, koma alls ekki.
25% lækkun höfuðstóls lánanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi 25% leiðrétting á höfuðstól hefur ekkert með fjármálaráðherra að gera ef þú lest fréttina... þetta er aðgerð sem íslandsbanki sjálfur er að leggja í.... fjármálaráðherra er að leggja til skv heimildum fréttastofa að afborganir lánanna verði færða aftur til maí 2008 og fólk borgi skv ástandinu á þeim tíma og svo í lokin verður restin af láninu afskrifað... engin lækkun á láninu sjálfu heldur eingöngu verið að "frysta" greiðslubyrðina sýnist mér sem mun svo væntanlega jafnast út á þessum 40 árum sem lánið er þannig að afskriftirnar verða kannski ekki svo miklar þegar allt kemur til alls :)
Kveðja
Björgvin P, 28.9.2009 kl. 10:26
Björgvin, þetta er rétt hjá þér. Það sem vantar, er að félagsmálaráðherrann útskýrir ekkert hvernig þetta á að virka. Hann segir bara, að færa eigi greiðslubyrðina aftur til Maí 2008, en útskýrir ekkert hvernig þetta eigi að koma út í raun. Fyrst var gefið í skyn að mismunurinn yrði afskrifaður, síðan að breytt yrði um vísitöluviðmiðun og lánin lengd og nú síðast segir hann, að hugsanlega verði einhverjar óákveðnar eftirstöðvar afskrifaðar í lok lánstíma.
Sagt var einnig að þetta myndi eiga við um bílalánin, sem eru frá þriggja til átta ára, en engin útskýring á því, hvort þau ætti að lengja, eða afskrifa að hluta strax, eða síðar. Hann segir að vonandi verði komin útfærsla á þetta í lok vikunnar, en til hvers að vera að þessu gaspri, ef ekkert er ákveðið með framkvæmdina.
Getu-. hugmynda- og framkvæmdaleysið er aumkunnarvert.
Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 10:42
Ef það er eitthvað sem að er "aumkunarvert" er þá ekki þörf á að sýna þeim aðilum sem eiga bágt að þínu mati stuðning og hvatningu? Senda þeim óskir um betri tíð með blóm í haga (Finnst einhvern veginn vera undirliggjandi tónn gremju eða jafnvel vonsku í framsetningunni).
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 10:47
Gunnlaugur, jú það á að sýna þeim sem eiga bágt, stuðning og hvatningu og senda þeim blóm, af og til. Þeir, sem eiga bágt og eru veikburða, á ekki að fela erfið og vandasöm verk, á meðan þeir ráða ekki við þau vegna veikleika sinna.
Það á að veita þeim ástúð, umhyggju og hlúa að endurhæfingu þeirra, en til þess að það gangi, þarf að draga þá úr fremstu víglínu og veita þeim alla aðstoð til enduruppbyggingar á líkama og sál.
Það er alls ekki vonska eða gremja, sem felst í þessu, heldur meðaukun.
Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 10:58
Ég hef hvergi séð að félagsmálaráðherra ætli að lækka höfuðstól lána. Hann boðar lækkun á greiðslubirði og hugsanlega lækkun höfuðstóls að lánstíma liðnum!! Þetta er náttúrulega blaut tuska framan í þjóðina og ég mæli með því að greiðsluverkfallið standi þangað til mannhelvítið fellst á að lækka höfuðstólinn um amk. 25%.
Óskar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:14
Hver er það sem er heill og sterkur, verðskuldaður leiðtogi í framlínuna? Davíð?
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 11:31
Björgvin það sem vantar í þetta er afhverju er banki að taka fyrir hendurnar á dómstólum og ríkisstjórn. Bankarnir eiga ekki að koma nálægt ákvarðanatöku í þessu máli.
Ekki hefur heldur fengist botn í það hvort að erlend lán séu yfirhöfuð lögleg og félagsmálaráðherra er núna að tala um að setja lög varðandi fjármál þjóðarinnar án þess að taka mið af eldri lögum sem eru fyrir.
Hann ætti að sjá sóma sinn í því að þrýsta á málsmeðferð um fyrri lögin til þess að fá það á hreint hvar hann er staddur.
Jafnframt með því að tengja afborganir launavísitölu þá er hann að gefa skít í fyrri lögin og nánast senda þau skilaboð til þjóðarinnar að ef við getum þá eigum við bara að gjöra svo vel að borga alveg sama hvað.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:39
Það væri hægt að taka tólf manna úrtak úr símaskránni og það fólk gæti ekki staðið sig verr, en þessi ríkisstjórn hefur gert í nánast öllum málum.
Stjórnarflokkarnir standa í illdeilum innbyrðis um öll stærri mál og óvíst nema samkomulagið hjá símaskrárúrtakinu yrði betra og stjórn þess yrði samstæðari.
Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 11:40
Hvaða illdeilur innan stjórnarinnar? hélt að helstu kraftar óróleika í samfélaginu síðustu viku hefðu verið LÍÚ klíkan sem ætlar að þvinga helsta geranda hrunsins til að ritstýra stærsta blaði landsins.
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 12:04
Gunnlaugur hvað er það sem segir þér að DO sé helsti gerandi hrunsins ?
Það er eins og að segja að byssusmiður sé ábyrgur fyrir morði. Hann skapaði hér ákveðið umhverfi sem að margir í þjóðinni nýttu sér til góðs. En örfáir "óreiðumenn" tóku sig til og fóru langt út fyrir allt sem hugsanlega getur flokkast sem réttlátt. Útrásarvíkingarnir Björgúlfsfeðgarnir og Baugsmenn notfærðu sér þetta frelsi til þess að stela öllu steini léttara.
Ég er ekki með þessum orðum að segja að Davíð hafi gert allt rétt og flott. Hann gerði sín mistök eins og allir aðrir geta gert. En hann er ekki sá sem að brást þjóðinni og hann er ekki sá sem kom okkur í þessa stöðu.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:40
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/28/guardian_fjallar_um_hrunid_a_islandi/?ref=fphelst
Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 12:56
Gunnlaugur, þú hlýtur að vera eini maðurinn á Íslandi, sem hefur ekki orðið var við illdeilur innan ríkisstjórnarinnar um ESB, Icesave, niðurskurð ríkisútgjalda, fiskveiðistjórnunarmál, stóriðjumál, orkumál o.s.frv., o.sfrv.
Einnig vitnar þú til umfjöllunar Guardian um hrunið, en þar er staðreyndum snúið á hvolf og tilraun gerð til að endurskrifa söguna. Um það var fjallað í þessu bloggi.
Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2009 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.