Ómerkilegur

Indriði H. Þorláksson, hægri og vinstri hönd Steingríms J., sem átti allan "heiður" af þrælasamningnum við Breta og Hollendinga í samstafi við félaga Svavar Gestsson, svarar, aðspurður um skrif hans um höfnun þrælapískaranna á fyrirvörum Alþingis við uppgjafarskilmálana á þessa leið:   „Mér finnst það ómerkilegra en svo að það taki því að kommentera á það. Þannig að ég hef ekkert um það að segja.“

Samkvæmt fréttinni virðist honum finnast svona ómerkilegt af þeim sem voru vitni að skrifunum, að segja frá því opinberlega og lýsa undrun á lygum Indriða, Steingríms J. og Jóhönnu, meints forsætisráðherra, í hálfan mánuð, um að ekkert hefði heyrst um viðbrögð þrælahöfðingjanna og enn væri verið að bíða svara þeirra.

Indriði neitar því hins vegar ekki að hann hafi verið að skrifa umrædda skýrslu í flugvélinni, fyrir allra augum og í þessu tilfelli er þögn hans auðvitað sama og samþykki.  Engin tilraun er gerð til að útskýra málið, eða reyna að réttlæta lygarnar.

Það er ómerkilegt af Indriða, en þó ekki svo, að ekki taki því að kommentera á það.

Margt fleira mætti um það segja.


mbl.is Tjáir sig ekki um bloggfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband