22.9.2009 | 11:34
Rétt hjá Þorsteini Má
Íslenskar útgerðir hafa verið reknar á erlendum lánum, áratugum saman, bæði hafa þær tekið erlend lán til kaupa og smíði fiskiskipa, sem og afurða- og rekstrarlán. Þetta er afar eðlilegt hjá fyrirtækjum, sem afla tekna sinna að stórum hluta í erlendum gjaldeyri.
Það verður að teljast til stórtíðinda, að sjávarútvegsráðherra skuli ekki vera kunnugt um þetta, hvað þá ef hann veit ekki, að erlendir aðilar mega ekki eiga íslenskar útgerðir. Lán til útgerða og eignarhlutur í útgerð eru alls óskildir hlutir.
Þetta eru svo einfaldar staðreyndir, að málið væri ekki fréttnæmt, nema fyrir þvaðrið og vitleysuna í Jóni Bjarnasyni.
Lágmarkskrafa er, að ráðherrar hafi lágmarksþekkinu á sínum málaflokki og hlaupi ekki með eintóma þvælu í fjölmiðla.
Segir um misskilning sé að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heldur þú virkilega að erlendir aðilar láni íslenskum útgerðum stórfé án þess að hafa trygg veð,og trygg veð teljast varla stálskrokkar fiskiskipa á íslandsmiðum,ekki leggja þessar útgerðir sameign sem þeir ekki eiga að veði.....eða heldur þú það,annars er þetta útúrsnúningur hjá Þorsteini má einsog yfirleitt hjá útgerðarmönnum þegar upp kemst um þess stétt,forvitnilegt verður að heyra af hverju ríkisskattstjóri er að "ofsækja" þessa heiðursmenn eða hvaða vitleysa þetta er í seðlabankanum að þeir séu ekki að flytja gjaldeirinn heim heldur kaupa krónur erlendis-er þetta ekki allt misskilningur ?
zappa (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:46
Axel Jóhann.
Níels A. Ársælsson., 22.9.2009 kl. 12:26
Ertu að fá vinnu hjá Mogganum, Axel? Í alvöru; ætlast þú til þess, að EINHVER hugsandi einstaklingur, taki þig trúanlegan eftir þetta? Í alvöru???
Skorrdal (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:54
zappa, ég sé ekki hvað þessi atriði, sem þú telur upp, koma þessum lánamálum við. Ég var eingöngu að ræða um erlend lán útgerðarfélaga og hvað varðar veð í kvóta, bendi ég þér á að lesa athugasemdina frá Níelsi A.
Níels, myndin frá þér er nokkuð góð, þó óljóst sé, hvort hún á að tákna mig persónulega, eða það sem ég skrifaði.
Skorrdal, þú sem hugsandi einstaklingur þarft ekki að trúa einu einasta orði, sem frá mér kemur um þetta. Leitaðu þér upplýsinga um málið annarsstaðar, og gerðu svo athugasemdir. Í alvöru.
Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2009 kl. 13:17
Kæri Axel: Stundaði umræddur Þorsteinn ekki útgerð? Eða misminnir mig eitthvað?
Skorrdal (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:56
Skorrdal, þú ert greinilega stálminnugur. Hvers vegna ertu þá að spyrja hvort umræddur Þorsteinn hafi ekki stundað útgerð?
Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2009 kl. 15:04
Kannski vegna hagsmunatengsla hans? Kannski hann hafi einhverra hagsmuna að gæta? Það gæti þó ekki verið?
Skorrdal (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:55
Mín færsla fjallaði ekkert um hagsmunatengsl, enda koma þau því, sem um var rætt, ekkert við. Færslan fjallaði um fávisku sjávarútvegsráðherra um erlendar lántökur útgerðarinnar í landinu, sem hafa verið öllum kunnar í áratugi.
Hagsmunatengsl eða lögbrot á einhverjum öðrum sviðum, er bara allt önnur Ella.
Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2009 kl. 16:17
Nei, rétt er það, Axel - en, Þorsteinn Már er samt kannski ekki rétti aðilinn að tala um slíka hluti.
Vissulega hefur útgerðin skuldsett sig - og OKKAR kvóta - út um allar trissur; það vitum við báðir. En eflaust er Þorsteinn Már ekki rétti aðilinn - þótt svo hann hafi rekið og stjórnað banka (og eflaust enn síður) - til að tjá sig um slík mál... Hann hefur kannski einhverja hagsmuna að gæta, sem mögulega lita hans "rökstuðning"...
Skorrdal (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.