Jóni Ásgeiri haldið til Haga

Það verður ekki á bankana logið í aðdraganda hrunsins í fyrrahaust.  Alltaf er að koma betur og betur í ljós, hvers konar skollaleikur var leikinn milli banka- og útrásarmógúlanna.  Nýjustu fréttir eru þær að við sölu Haga út úr Baugi, var andvirðinu, með smá hringekju, varið til að láta Baug kaupa hlutabréf í sjálfum sér til þess að losa Jón Ásgeir og frú við að tapa þeim í gjaldþroti Baugs.

Í fréttinni segir:  "Kaupin á Högum voru fjármögnuð með láni frá Kaupþingi. Voru 15 milljarðar af söluverðinu síðan nýttir til þess að kaupa hlutabréf í Baugi Group af eigendum félagsins, þ.e. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum eins og Gaumi, Gaumi Holding og félögum í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, sem greiddu síðan eigin skuldir við Kaupþing í staðinn."  Hugmyndaflugið hefur verið frjótt hjá þessum görpum, enda allt gert til þess að bjarga þeirra eigin skinni, auðvitað á kostnað kröfuhafa.

Við þennan gjörning eignaðist Baugur 20% í sjálfum sér, sem er algerlega ólöglegt, en svoleiðis smámunir stóðu að sjálfsögðu ekki í vegi fyrir þessum tilfæringum.  Allt til að reyna að bjarga andliti og einkabuddu Jóns Ásgeirs.

Ekki er að undra að eins klókur náungi og Jón Ásgeir, skuli skipaður í stjórnir fyrrum Baugsfyrirtækja í Bretlandi, sem nú eru í greiðslustöðvun og undir handarjaðri skilanefnda gömlu bankanna.

Jón Ásgeir er vonandi á góðum launum þar, svo hann geti "endurfjármagnað" heimilisbókhald sitt.


mbl.is Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband