Útlit fyrir skertar bætur

Nýlega var tryggingagjald, sem er í raun launaskattur, sem lagður er á atvinnureksturinn í landinu, nánast tvöfaldað, en það mun eftir sem áður ekki geta staðið undir nema rúmlega helmingi áætlaðra atvinnuleysisbóta á næsta ári.

Ótrúlegt er að ríkisstjórnin láti sér detta í hug, að hækka gjaldið meira, þó skattaóð sé, og ef ekki tekst að útvega lán fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð, stefnir í mikið óefni, þar sem ríkissjóður mun ekki verða aflögufær til þess að leggja sjóðnum til fjármuni.

Eina raunverulega ráðið til að vinna bug á þessum vanda, er að koma atvinnulífinu í fullan gang og minnka þar með atvinnuleysið.  Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í þessa veru, þvert á móti hefur hún dregið lappirnar og þvælst fyrir, eins og hún er megnug till, öllum aðgerðum til þess að koma af stað virkjanaframkvæmdum og stóriðjuuppbyggingu, sem þó væri fljótlegasta aðgerðin til að koma skriði á atvinnulífið.

Sennilega mun þessi ráðalausa ríkisstjórn grípa til fljótlegustu og auðveldustu leiðarinnar til að leysa vanda Atvinnuleysistryggingasjóðs og það er að stórlækka atvinnuleysisbætur.


mbl.is Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lán fyrir sjóðinn er ekkert nema framlenging á vandamálinu.  Og því ekki fýsilegt að fara þá leið.  Skattahækkanir líkt og ríkisstjórnin hefur gert ásamt háum stýrivöxtum vinna líka gegn lífi fyrirtækja.  Þessi efnahagsstjórn er á góðri leið með að setja þjóðarbúið í gjaldþrot.

Atvinnusköpun er það sem koma þarf.  Og jafnvel breytingar á lögum varðandi lágt starfshlutfall og verktakagreiðslur.

Eins og staðan er í dag þá er áhætta fyrir fólk að fara út í starf ef það er aðeins tímabundið.  En lög kveða á um að til að eiga rétt á fullum bótum þarftu að hafa verið í launuðu starfi síðustu 12 mánuði.  Einstaklingur sem hefur verið á bótum í 3 mánuði og tekur að sér vinnu en fyrirtækið fer á hausinn eftir 2-3 mánuði á því einungis rétt á atvinnuleysisbótum fyrir 9 af tólf mánuðum ársins eða um 75%.

Þetta veldur því að fólk á atvinnuleysis bótum þarf að hugsa sig 2x um áður en það tekur starf hjá hvaða fyrirtæki sem er. 

Jafnframt er ávinningur afþví að taka að sér hlutastarf og smáverkefni það lítill þar sem bæturnar skerðast of mikið við það. Að flest fólk sleppir því alveg.  Aukið rými fyrir slíkt myndi skapa auknar skatttekjur sem og bæta stöðu margra heimila.

Starfsorka er ágætisframtak á vegum vinnumálastofnunar en þar gefst fyrirtækjum kostur á að ráða starfsfólk og fá atvinnuleysisbæturnar greiddar sem styrkur til að auka við sig starfsmenn.  Þetta eykur laun og skattgreiðslur í landinu.  En bóta er þá þörf á þessu átaki þar sem eingöngu fyrirtæki í nýsköpun hafa kost á þessu þar sem annað er talið samkeppnislagabrot.

Slaka þarf á verndun á samkeppnismarkaði og styrkir þurfa að renna til smærri fyrirtækja burt séð frá því hvort það skerði samkeppni eður ey.  Þetta er einungis í boði í einhverja mánuði og er því ekki varanleg samkeppni og hefur því varla áhrif á verðlag fyrirtækja.  Þvert á móti gæti þetta komið fleiri fyrirtækjum á lappirnar sem myndi efla samkeppni og koma vel út fyrir neytendur.

Margt fólk hefur hugmyndir og langanir með eigin fyrirtæki og margar af þeim eru mjög góðar.  En fólk getur átt erfitt með að taka fyrsta skrefið og lítið er um fjármagn nema maður sé háskólagenginn og að finna upp hjólið.  Fyrirtæki eru varin og geta því haft verð hátt.  Samkeppnislög á íslandi hreynlega draga úr eðlilegri samkeppni.

Í Bandaríkjunum er starfrækt Small Buisness Association sem að ábyrgist lán nýrra fyrirtækja gegn lítilli þóknun.  Slík stofnun væri kjörin leið til að efla nýsköpun og koma einhverju af fólki í atvinnu.

Atvinnusköpun ætti eins mikið og auðið er að vera í höndum einkaaðila á styrkjum frá ríkinu frekar en í höndum ríkisvaldsins þótt ljóst sé að ekki verður komist hjá því að ráðast í einhverjar framkvæmdir til að stemma stigu við atvinnuleysi.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arnar, allt saman góðar og athyglisverðar tillögur hjá þér.  Ef þetta er rétt, sem ég bara þekki ekki nógu vel, með að atvinnuleysisbætur skerðist vegna tímabundinnar vinnu, t.d. niður í 75% við að taka þriggja mánaða starfi, þá er það auðvitað fáráðlegt og ætti að breyta, ekki síðar en strax, því þetta kerfi má alls ekki vera atvinnuletjandi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.9.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband