10.9.2009 | 11:54
Minnisvarði vitleysunnar
Samfylkingin er alltaf söm við sig. Nú þegar ótrúlegur fjöldi fólks, sem vissi varla hver Helgi Hóseasson var, hvað þá að þetta fólk hefði nokkurn tíma talað við manninn, eða tekið undir eina einustu af þeim kröfum, sem hann var vanur að skammstafa skemmtilega á kröfuspjöld sín, hefur skráð sig á Facebook síðu, með áskorun á einhvern að reisa styttu af furðufuglinum, þá hleypur Samfylkingin upp til handa og fóta, eða eins og segir í fréttinni:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði leggja til á fundi ráðsins í dag að borgarráð samþykki að skipulags- og byggingarsviði verði í samráði við menningar- og ferðamálaráð falið að gera tillögu að staðsetningu minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar."
Hvernig Helgi Hóseasson kom inn á svið menningar- og ferðamálaráð er ekki útskýrt, enda ekki vitað til að rútum ferðamanna hafi verið ekið sérstaklega eftir Langholtsveginum til þess að ferðamennirnir gætu skoðað og rætt við Helga.
Tilvalið væri að reistur yrði minnisvarði um furðufígúrnar í Samfylkingunni einhversstaðar, helst sem fjærst mannabyggðum.
Borgin geri tillögu um stað fyrir minnisvarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað finnst þér þá um þessa hugmynd:
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:02
Þessa hérna (skil ekki af hverju linkurinn kom ekki með):
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:03
Hm .... ég set inn link en hann birtist ekki ... prófa einu sinni enn:
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:04
Stórskrýtið ...
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:18
Þú skrifar..."með áskorun á einhvern að reisa styttu af furðufuglinum"..
Það kann að vera að HH hafi verið "furðufugl". En fólk aðrir en Framsókn í borgarstjórn, finna fyrir samkennd með manninum. Staðfesta hans er ágætis leiðarljós og minnisvarði vegna hrunsins. Mér finnst þú tala hér með lítilsvirðingu um látinn mann.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:40
Ég er alls ekki að tala með lítilsvirðingu um látinn mann, þó ég tali um furðufugl. Það heiti hefur lengi verið notað um fólk, sem ekki fer sömu leiðir og aðrir í lífinu, eða bindur sína bagga öðrum hnútum en fjöldinn.
Mér er hins vegar ljúft að játa, að jaðri við að um lítilsvirðingu sé að ræða í setningunni: "Tilvalið væri að reistur yrði minnisvarði um furðufígúrnar í Samfylkingunni einhversstaðar, helst sem fjærst mannabyggðum."
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2009 kl. 13:20
Þetta er mjög þakkarvert framtak hjá Samfylkingunni.
Ég hef verið nágrani Helga í 30 ár og fullyrði að öllum þótti væntum hann sem kynntust honum hvar í flokki sem þeir stóðu.
Sigurður Þórðarson, 11.9.2009 kl. 12:47
Enginn efast um að Helgi Hóseasson hafi verið góð sál, sem öllum, sem hann þekktu, hafi þótt vænt um. Samfylkingunni virtist ekki þykja neitt sérstaklega vænt um hann, á meðan hann lifði og á því ekki að vera með lýðskrum núna, um að reisa styttu honum til heiðurs, að honum látnum.
Þeir áhugamenn, sem eru svona áfjáðir að stytta verði reist af Helga, taka sig væntanlega saman og ganga í málið. Það er enginn vandi að skrá nafn sitt á Facebooksíður, en ef raunverulegur áhugi er fyrir málinu, þá verða þessir áhugamenn varla lengi, að koma styttunni upp.
Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2009 kl. 13:17
Já Axel en við skulum ekki gera þetta mál flokkspólitíst. Við sem viljum leggja þessu lið verðum allavega að fá leyfi til að reisa styttuna eða minnismerki á tilteknum stað.
Sigurður Þórðarson, 11.9.2009 kl. 13:38
Sigurður, alveg er ég sammála því, að þetta eigi að vera óflokkspólitískt mál og það er einmitt þess vegna sem mér þykir ósmekklegt, vægast sagt, af Samfylkingunni að hlaupa upp til handa og fóta og ætla að slá einhverjar pólitískar keilur með þessu lýðskrumi.
Að sjálfsögðu eiga borgaryfirvöld ekki að setja sig upp á móti því, að áhugamenn reisi styttur í borginni, en þær verða auðvitað að vera þannig staðsettar, að þær trufli ekki umferð, hvorki gangandi né akandi verfarenda. Að slíkum skilyrðum uppfylltum, ætti að leyfa styttur og minnismerki sem víðast. Slíkt setur bara skemmtilegan svip á bæinn.
Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.