Ráðdeildarsamir útrásarmógúlar

Nú eru að berast fréttir af því að í raun og veru hafi allir helstu útrásarmógúlarnir verið afar sparsamir menn og farið með peninga sína af mikilli ráðdeild og útsjónarsemi.  Líklega væri réttara að kalla þá útsjónarmógúla, fremur en útrásarmógúla eða glæframenn eða glæpamenn, eins og stundum hefur verið gert, m.a. á þessu bloggi.

Þetta sést best á eftirfarandi klausu úr fréttinni:  "Beinar fjármunaeignir Íslendinga í þekktum skattaskjólum jukust um 27,2 milljarða króna í fyrra og námu í árslok 72,5 milljörðum króna."  Það hljóta allir að sjá, að menn sem geta safnað 45,3 milljörðum króna inn á sparisjóðsbækur sínar á einu ári, þurfa að hafa allar klær úti við að spara og nurla og velta fyrir sér hverri krónu áður en eytt er í einhvern óþarfann.

Þó margir dáist að þessari sparsemi, er sem betur ekki öll sagan sögð, því ennfremur kemur fram:  "Vert er að taka fram að ekki er um að ræða tæmandi eignir Íslendinga sem eru skráðar á þessum stöðum, heldur einungis beina eign. Óbein eign í skattaskjólsfélögum var einnig mjög algeng á meðal íslenskra kaupsýslumanna í gegnum önnur aflandsfélög, sem voru helst skráð í Hollandi eða Lúxemborg."

 Auðvitað verður að fyrirgefa þessum mönnum, að á meðan þeir voru uppteknir við eigin sparnað og ráðdeildarsemi, hrundu öll þeirra fyrirtæki og bankar, sem leiddi til mestu kreppu sem yfir Ísland hefur gengið, en vegna dugnaðar þjóðarinnar, mun hún sennilega einhverntíma vinna sig út úr henni.

Á meðan þjóðin vinnur sig út úr kreppunni, er gott til þess að vita, að til eru menn á meðal hennar, sem höfðu vit á að leggja fyrir til mögru áranna.


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband