7.9.2009 | 17:09
Skiljanleg afstaða bankans
Fréttin af neitun Íslandsbanka um lánafyrirgreiðslu vegna náms tveggja barna móður kallar á samúð með konunni og fordæmingu á bankanum, þ.e.a.s. við lestur fyrirsagnar og upphafs fréttarinnar.
Þegar lengra líður á lesturinn kemur í ljós að konan er í vanskilum með önnur lán í bankanum og þá vaknar skilningur á afstöðu bankans, því að sjálfsögðu er ekki hægt að ætlast til þess að hann láni meira til fólks, sem ekki getur staðið í skilum með aðrar skuldir í bankanum. Bankar eru ekki góðgerðarstofnanir og geta ekki lánað til aðila, sem vitað er fyrirfram, að geti ekki greitt lánið til baka.
Í þessu tilfelli, sem fréttin fjallar um, væri það hlutverk félagslegra yfirvalda að koma til aðstoðar og veita konunni fjárhagsaðstoð til þess að hún geti stundað nám sitt, en á móti má kannski segja, að þá yrði erfitt að draga mörkin um hver ætti að fá slíka fjárhagsaðstoð og hver ekki.
Það er hægt að finna ótal dæmi, áþekk þessu, til að fjalla um í fjölmiðlun, ef ætlunin er að vekja samúð með viðkomandi og óvild gagnvart bönkunum.
Bankarnir eru ekki undirrót alls ills í þjóðfélaginu, a.m.k. ekki lengur.
Móðir hrökklast frá námi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel. Þó ég sé nokkuð ánægð með fréttina í heild sinni eru þó hlutir sem hefðu átt að koma fram. Fréttin er ekki bein árás á bankann sjálfan, heldur ástandið sem hefur skapast bæði í bönkum og hjá Tryggingastofnun. Meðhöndlun mála hjá báðum er á allt aðra leið en var áður og duldar sparnaðaraðgerðir leynast alls staðar.
Sem dæmi þá var aðalástæða þess að ég fékk neitun um fyrirgreiðslu vegna námslánanna sú að það eru eftirstöðvar af námslánunum síðan á síðasta námsári. Það er eitthvað sem gerist hjá mörgum námsmönnum á hverju ári, sumir falla í einu fagi, aðrir lenda í því að LÍN ofreiknar á þá lán o.sv.frv. Flestir fá þá eftirstöðvar heimildarinnar færðar á næsta skólaár. Ég aftur á móti ákvað að standa skil á leigu og leikskólagjöldum frekar en að greiða alla heimildina upp en greiddi hana þó niður eins og ég gat. Ég veit dæmi um nema sem eru með öll sín lán í vanskilum en fá samt sem áður fyrirgreiðslu vegna námslána en þá er um aðra banka að ræða. Ég hefði líka viljað það kæmi fram að þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem ég get ekki greitt af skuldum mínum. Að auki er það ofsagt að ég hafi engar tekjur haft í sumar, þó þær séu afskaplega litlar þá eru þær meiri en engar.
Annað sem kom ekki fram er það að ég leitaði til bankanns um leið og ég sá fram á að eiga ekki fyrir afborgun af láninu en eina svarið sem ég fékk var að lánið færi ekkert. Ég gerði eins og fjármálaráðherra benti fólki að gera, leitaði til bankans og bað um úrræði þar sem ég gat ekki greitt af láninu en úrræðin voru engin í boði. Lánið á bara að damla í vanskilum.
Einnig finnst mér fyrirsögnin dramatísk enda vona ég svo sannarlega að ég hrökklist ekki úr námi.
Að sjálfsögðu eru bankar ekki félagsmálastofnanir en ég vill fá sömu meðhöndlun og aðrir sem nemi. Þetta var mér MJÖG erfitt, það er mjög erfið ákvörðun að koma svona fram í mynd og undir nafni en það verða einhverjir að þora að stíga fram og segja frá því ég er því miður ekki sú eina sem fær svona meðhöndlun.
Sigrún Dóra Jónsdóttir, 7.9.2009 kl. 17:17
Axel: "Að sjálfsögðu er ekki hægt að ætlast til þess að hann láni meira til fólks, sem ekki getur staðið í skilum með aðrar skuldir í bankanum."
Nú? Síðan hvenær? Voru bankarnir ekki einmitt að gera nákvæmlega þetta, að veita risalán til fárra útvalda með veði engu?
Addi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 17:20
Nákvæmlega. Það sem kristallast í þessari frétt er það að bankar ganga nú sem fyrr hart fram gegn einstaklingum sem reyna að standa í skilum en hafa kannski lág mánaðarlaun. Ef þú Sigrún hefðir farið og beðið um lán gegn engu veði til að byggja upp vínekrur í Frakklandi og sólarhótel á Spáni þá hefði verið lítið mál að veita þér lán, en auðvitað tekur því ekki fyrir bankann að lána einhverja smáaura þegar það eru enn menn að sækja stórar fúlgur gegn engu veði til þeirra. Það er miklu skemmtilegra að segja frá því en einhverjum smáaurum. Það vinna hræsnarar og hrokagikkir í bönkum. Breyta þeim í fangelsi og þá er enginn flutningskostnaður því fangarnir eru þar fyrir.
Sigurður F. Sigurðarson, 7.9.2009 kl. 17:27
Þeir eru náttúrulega heiðalegir framm í fingurgómanna.
Með því að falsa eftirspurn og gengi hlutabréfa, náðu þeir að svíkja af mér um 2 milljónir, sem var al-eigan, ég hefði betur greitt þetta inná íbúðina, en hún er horfin líka. Ábyrgða-laust hyski.
HUGI, 7.9.2009 kl. 19:15
Sigrún Dóra, þakka þér fyrir skýringarnar á málinu. Það er ekki að spyrja að því, að fréttirnar eru aldrei nákvæmar. Þú segir: "Annað sem kom ekki fram er það að ég leitaði til bankanns um leið og ég sá fram á að eiga ekki fyrir afborgun af láninu en eina svarið sem ég fékk var að lánið færi ekkert. Ég gerði eins og fjármálaráðherra benti fólki að gera, leitaði til bankans og bað um úrræði þar sem ég gat ekki greitt af láninu en úrræðin voru engin í boði. Lánið á bara að damla í vanskilum."
Þetta er auðvitað óforsvaranleg framkoma af hálfu bankans, honum ber að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma til móts við og aðstoða sína viðskiptamenn. Að láta lánið damla í vanskilum og væntanlega dráttarvöxtum er alger skortur á þjónustu og raunar ruddaleg framkoma við viðskiptavin í vandræðum.
Vona að þér gangi allt í haginn og að bankinn sjái að sér og veiti þér a.m.k. ekki síðri þjónustu en aðrir námsmenn fá, jafnvel þó þeir séu í vanskilum með sín námslán. Lágmarkskrafa er að eitt sé látið yfir alla ganga.
Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2009 kl. 20:19
Hæ, ég er akkurat að lenda í mjög svipuðu máli, nema ég er með stutt eftir af náminu og á ekki annan kost en að pakka niður og flytja heim til Íslands. Ég hef margoft sent til bankans og Lín núna sl. fyrirspurnir og nákvæmlega engin svör fengið. Ég bara reikna með því að ég fái sömu meðferð og hún en ég er með skuld frá öðrum stað (ekki bankaskuld) Mér persónulega finnst það svakalegt að þetta námslán, sem er það eina sem sér mér og börnunum fyrir mat á borðið skuli fá þá afgreiðslu að þegar ég á að fá það í hendurnar, komi Nei, heyrðu þú ert í skuld þú færð ekkert ! Ég er réttlaus í því samfélagi og landi sem ég bý í, og á undir 10 þúsund krónum til að lifa af í veskinu og hef engan sem ég get leitað til með mat eða annað.
Mitt svar til Lín mun verða, ok. þá svelt ég og börnin og ég virkilega meina það. Ég á engin önnur úrræði né réttindi og við hreint út sagt munum svelta hér föst í ókunnugu landi, þökk sé bankanum og Lín sem skyndilega ákveða að hætta greiðslum til mín ( vegna skuldar sem var til áður).
Þetta eru eins lúaleg og ómannúðleg vinnubrögð og hægt er að hugsa sér. Ég á þetta kannski skilið en ekki börnin mín og mér er spurn er þetta leyfilegt ? Að taka af fólki lífsframfærsluna ? Kannski ekki mannréttindabrot en undir eitthvað hlýtur þetta að flokkast.
E (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 05:24
E, ekki kemur fram í hvaða landi þú ert, en t.d. í Danmörku er búið að stofna sjóð til styrktar íslenskum námsmönnum í fjárhagsvandræðum. Ég veit hinsvegar ekki hvert á að snúa sér, en framkoma LÍN er alveg óásættanleg, að svara fólki ekki almennilega.
Kannski geta sendiráðin, eða Menntamálaráðuneytið gefið einhverjar gagnlegar upplýsingar. Kannski ertu búin að kanna alla þessa möguleika og ef svo er og að allar dyr séu lokaðar, þá verður þetta kerfi okkar að teljast lélegt, vægast sagt.
Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2009 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.