Norskir innrásarvíkingar

Eftir að "íslenska útrásin" sýndi sig að vera tómt rugl og jafnvel búin til úr glæpsamlegum viðskiptakóngulóarvef krosseigna- og skuldatengsla, aðallega skuldatengsla, treysta Íslendingar engum lengur og allra síst sjálfum sér.

Flestir eru þó sammála um, að nú sé brýnast að efla traust á landinu og efnahagslífinu og til þess þurfi að laða til landsins erlent lánsfé og erlenda fjárfestingu.  Erlendar lánastofnanir munu þurfa að afskrifa a.m.k. 6-8 þúsund milljarða króna vegna útrásargarkanna og það mun taka mörg ár að fá þær sömu lánastofnanir til þess að lána einhverjar upphæðir, sem heitið geta, til Íslands eða Íslendinga.  Í því samhengi er Icesave málið, smámál, en mun samt verða íslenskum skattgreiðendum ofviða.

Þegar svo kemur að því, að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjárfesta hérlendis, er því tekið með mikilli tortryggni og jafnvel óvild, eins og sannast á fjárfestingu Magma Energy í HS orku, þó hver einasti dollari sem inn í landið kemur ætti að vera velkominn.

Hins vegar þegar norskir innrásarvíkingar nema hér land, taka  allir þeim fagnandi, þrátt fyrir óvild Norðmanna í Icesave málinu og þátttöku þeirra í efnahagsstríðinu gegn Íslandi, sem mun setja Íslendinga í þrældóm fyrir Breta og Hollendinga næstu áratugi.

Norsku innrásarvíkingarnir ætla aldeilis ekki að taka alla áhættuna á fjárfestingum hérlendis sjálfir, því skilyrði þeirra virðist vera að íslenskir lífeyrissjóðir leggji fram sömu upphæð og þeir og taki þannig sinn hluta áhættunnar.  Það eru sem sagt íslenskir lífeyrisþegar, sem eiga að axla sinn hluta ábyrgðarinnar af þessum fjárfestingum.

Spyrjum að leikslokum, áður en við kætumst um of vegna innrásarvíkings frá vores nordiske venner. 

Vert er samt sem áður að vona það besta.  Allar erlendar fjárfestingar eiga að vera velkomnar, en best væri að lífeyrissjóðirnir héldu sínu upphaflega hlutverki, þ.e. að ávaxta lífeyrir landsmanna á hagkvæman og áhættulítinn hátt, en ekki með þeim hætti, sem þeir hafa gert undanfarin ár.


mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Axel,

Það er rétt að allir erlendir fjárfestar eru velkomnir svo framalega sem þeir koma á réttum forsendum og fylgja leikreglum.  Að fyrrverandi Seðlabankastjóri sé að opna dyr fyrir samlöndum sínu og bjóða þeim hér til funda án þess að gæta jafnræðis við aðra fjárfesta sem ekki fengu slíkt boð er vægast sagt óeðlilegt og alls ekki á verkefnalista óháðs Seðlabankastjóra sem var troðið inn í stöðuna af forsætisráðherra Noregs!

Svona leikreglur gilda ekki í Noregi en Norðmenn líta greinilega á að hér sé allt leyfilegt. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.9.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Svona leikreglur gilda ekki í Noregi en Norðmenn líta greinilega á að hér sé allt leyfilegt. "

Þetta er ágætis klausa en hefur það ekki reynst vera þannig hérna að allt sé leyfilegt ef hægt er að borga fyrir það.

Ef það er hægt að fá lánað fyrir því er kannski réttara að segja.

Norðmenn eiga kannski peningana þar að auki. Nei mér finnst nú þessi paranoja út í norðmenn óverðskulduð. Þeir hafa alltof lengi haldið sig frá íslensku efnahagslífi.

Vissulega virðast allir með vit á alþjóðaviðskiptum hafa haldið sig langt frá íslandi vegna hins ófyrirsjánlega í efnahgslífinu. Gengisflökt, verðtryggingar og fleira smá góðgæti rennur ekki ofan í þetta lið ef það þarf að vinna á þessum forsendum, það er bara of dýrt býst ég við.

Stóriðjur og þessháttar pakkar standa að því er virðist algerlega fyrir utan og ofan það sem hér gerist og virðist gilda þá einu hvernig ástandið er utan verksmiðjanna svo lengi að þeir fá rafmagnið sitt.

Ég óska norðmenn hjartanlega velkomna!

Gísli Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 10:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, viðskipti okkar við Norðmenn, t.d. í sambandi við stóriðju, hafa ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.  Nægir þar að benda á Járnblendiverksmiðjuna og svik Norsk Hydro í sambandi við álver á Reyðarfirði.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Axel,

Einmitt, og ekki gleyma Jan Meyen klúðrinu.  Við áttum tilkall til Jan Meyen en Norðmenn plötuð okkur þar sem fyrri daginn.  Það er annars alveg merkilegt hvað okkur er illa við Dani og munum allt sem þeir gera en fyrirgefum Norðmönnum allt og gleymum strax þeirra svikum.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 7.9.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband