Skilanefndir að eignast bankana

Fréttin um að skilanefnd Kaupþings sé að kaupa 87% hlut í Nýja Kaupþingi er vægast sagt einkennileg, því fram kemur að enginn erlendur kröfuhafi sé búinn að samþykkja að ganga inn í þessi kaup, enda er ekki vitað hverjir allir kröfuhafarnir eru.  Skilanefndirnar eru ekki lögaðilar, þannig að ekki verður séð í fljótu bragði hvernig þetta kemur heim og saman.

Í fréttinni segir:  "Erlendir kröfuhafar Kaupþings, sem margir hverjir eru stórir alþjóðlegir bankar eins og Deutsche Bank, hafa frest til 31. október á þessu ári til að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji eignast hlut í Nýja Kaupþingi. Skilanefnd Kaupþings mun fara með eignarhlutinn fyrir þeirra hönd."  Þessir erlendu bankar hafa sem sagt frest til 31. október til að taka afstöðu í málinu og ef þeir vilja taka þátt í kaupunum, er þá alveg víst að þeir vilji láta skilanefndina fara með eignarhlutinn fyrir sína hönd?

Einnig kemur fram í fréttinni að:  "Mikil óvissa ríkir um marga stóra kröfuhafa sem eru eigendur skuldabréfa þar sem bréfin hafa gengið kaupum og sölum með afföllum frá því bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu hinn 8. október á síðasta ári. Þessir skuldabréfaeigendur hafa frest til 31. október til að lýsa kröfum."  Ekki er ljóst af þessu, hvort þessir kröfuhafar eigi að fá að ganga inn í kaupin einnig, en þeir eiga ekki að lýsa kröfum, fyrr en 31. október, eða sama dag og þekktu kröfuhafarnir eiga að tilkynna hvort þeir vilji taka þátt í að kaupa bankann, eða réttara sagt hirða hann upp í kröfur sínar.

Ef nýjir eigendur bankans fara í útrás og opna útibú í Evrópu er búið að viðurkenna ríkisábyrgð á öllum innlánum í þeim útibúum með þrælasamningi Steingríms J. og félaga hans, Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem Alþingi hefur blessað með ríkisábyrgð.

Vonandi verður ekki aftur bankakreppa, fyrr en íslenskir skattgreiðendur eru búnir að afplána þrælkunarvinnuna fyrir Breta og Hollendinga. 


mbl.is Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband