VG að einkavæða bílastæði

Eftir dauðaleit, hefur VG dottið niður á nokkrar eignir Reykjavíkurborgar, sem upplagt væri að selja á "brunaútsölu" núna á þessum síðustu og verstu tímum, þegar enginn hefur áhuga á að fjárfesta í einu eða neinu, vegna hávaxtastefnu fjármálaráðherra og Seðlabanka. 

Þessar fasteignir, sem VG vill láta selja einkaaðilum eru bílastæðahús borgarinnar og vill VG að einkaaðilar reki þessi hús í ágóðaskyni.  Ekki kemur fram, hvers vegna boðberar opinbers rekstrar treysta ekki sjálfum sér til að reka bílastæðahúsin réttu megin við núllið, fyrst þeir treysta einkaframtakinu til þess. 

Eini gallinn á þessu, fyrir væntanlega kaupendur bílastæðahúsanna, er að borgin mun væntanlega fara í samkeppni við þá, með útleigu bílastæða allt í kringum þessi hús og væntanlega á miklu lægra gjaldi, en hægt verður að bjóða uppá inni í húsunum, ef á að reka þau með hagnaði. 

Sú spurning vaknar, hvort það sé í raun eðlilegra að einkaaðilar reki bílastæði innandyra, frekar en utandyra.  Ef hugmyndin er sú, að borgin niðurgreiði stæði utandyra í samkeppni við bílastæði innandyra, þá er hugmyndin dauðadæmd frá upphafi.

En það er skemmtilegt, að VG sé farið að hafa áhuga á einkavæðingunni.


mbl.is Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki flipp Rvík-Vg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband