3.9.2009 | 14:25
VG að einkavæða bílastæði
Eftir dauðaleit, hefur VG dottið niður á nokkrar eignir Reykjavíkurborgar, sem upplagt væri að selja á "brunaútsölu" núna á þessum síðustu og verstu tímum, þegar enginn hefur áhuga á að fjárfesta í einu eða neinu, vegna hávaxtastefnu fjármálaráðherra og Seðlabanka.
Þessar fasteignir, sem VG vill láta selja einkaaðilum eru bílastæðahús borgarinnar og vill VG að einkaaðilar reki þessi hús í ágóðaskyni. Ekki kemur fram, hvers vegna boðberar opinbers rekstrar treysta ekki sjálfum sér til að reka bílastæðahúsin réttu megin við núllið, fyrst þeir treysta einkaframtakinu til þess.
Eini gallinn á þessu, fyrir væntanlega kaupendur bílastæðahúsanna, er að borgin mun væntanlega fara í samkeppni við þá, með útleigu bílastæða allt í kringum þessi hús og væntanlega á miklu lægra gjaldi, en hægt verður að bjóða uppá inni í húsunum, ef á að reka þau með hagnaði.
Sú spurning vaknar, hvort það sé í raun eðlilegra að einkaaðilar reki bílastæði innandyra, frekar en utandyra. Ef hugmyndin er sú, að borgin niðurgreiði stæði utandyra í samkeppni við bílastæði innandyra, þá er hugmyndin dauðadæmd frá upphafi.
En það er skemmtilegt, að VG sé farið að hafa áhuga á einkavæðingunni.
Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki flipp Rvík-Vg.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.