Kann Steingrímur J. ekki að segja satt?

Þann 3. júní s.l. sagði Steingrímur J. í ræðustóli á Alþingi, að engar formlegar viðræður væru í gangi við Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, aðeins væri um könnunarviðræður að ræða og engin undirskrift undir samninga væri framundan.  Einnig sagði hann að engin skref yrðu stigin í málinu, nema í fullu samráði við Fjárlaganefnd Alþingis.  Eins og allir vita, var samningurinn síðan undirritaður tveim dögum síðar, án samráðs við Fjárlaganefnd, enda lýsti Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, því yfir í viðtali, að hann hefði ekki nennt að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur.

Í gær sagði Steingrímur J. að óformlegar þreifingar væru í gangi milli Íslendinga, Breta og Hollendinga um þá fyrirvara, sem Alþingi samþykkti við ríkisábyrgðina og málinu yrði haldið utan kastljóss fjölmiðla á næstunni, þ.e. á meðan þessar könnunarviðræður ættu sér stað.´

Nú líður einungis einn dagur frá því að Steingrímur J. lýsir því yfir að ekkert merkilegt sé að gerast í málinu, þar til Fjárlaganefnd er kölluð saman, nánast án fyrirvara, til þess að kynna henni viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörunum.

Getur verið að Steingrímur J. viti ekkert hvað er að gerast í þeim málum, sem eru á forræði fjármálaráðuneytisins?

Ef til vill kann hann ekki að segja satt.


mbl.is Fundur um Icesave-viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira bullið í þér maður.  Steingrímur segir að það séu óformlegar viðræður í gangi og hann er einfaldlega að upplýsa fjárlaganefnd um stöðu mála.  Þetta er ekkert flóknara en það.

Þú ert gott dæmi um þá sem bulla og blaðra til að koma óorði á aðra án þess að hafa neitt til þíns máls.

Óskar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:08

2 identicon

Af hverju er þetta ekki kynnt fyrir allri þjóðinni? Hvers vegna fá skuldararnir ekki neitt að vita? Skrýtinn maður Steingrímur.

Doddi D (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:34

3 identicon

Þið eruð ótrúlegir.  það fara fram mjög viðkvæmar samningaviðræður og þið ætlist til þess að það sé hlaupið janfóðum í fjölmiðla og þjóðina með stöðu mála?!  Hvernig haldið þið að það legðist í þá sem verið er að semja við ?  Ég bara trúi varla að menn geti verið svona vitlausir.

Óskar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Óskar, það er auðvitað alger heimska að ætlast til þess að Steingrímur J. segi nokkurn tíma satt.

Eina afsökunin, sem heimskingjarnir hafa, er að ríkisstjórnin hefur marglofað að allt "skuli vera uppi á borðum og öll stjórnsýsla gegsæ og opin".

Sumir heimskingjanna hafa líka trúað þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband